Stríð eða Friður

 

Stríð og friður.  Var það ekki Tolstoy sem samdi  bók með þessu nafni og í tveim bindum??

Einsog Hollywoodmynd, en ég hef aldrei lesið hana, svona er bara fyrir rómantíkera.

 

Til grundvallar hugsun minni um stríð og frið í samfélaginu, legg ég til 4 grundvallareiningar:

Konur

Börn

Gamalt fólk

Karlmenn

 

Ef ekkert ógnar þessum grunneiningum samfélagsins, legg ég til frið

Ef eitthvað ógnar þeim, legg ég til stríð.

 

Annað til grundvallar, er að markmið þjóðfélagsins eigi að vera hin sömu og ríktu á dögum Neandertalsmanna.  Homo Sapiens hafði tamið eldinn.  Konur og Karlmenn löggðu til fæðu fyrir hópinn, til hagsbóta fyrir börnin og gamla fólkið.  Eldurinn hélt villidýrunum frá, t.d rándýrum, sem leituðu að vetursetu í hellum.  Konur og karlmenn elskuðu hvort annað.  Gamla fólkið sagði sögur og hló að fíflalátum barnanna.

 

Það sem hefur breyst er að rándýrin, hræðast ekki lengur eldinn, því engin rándýr eru eftir,  nema þau sem teljast til Homo Sapiens.  Meðal kvennanna, barnanna, gamla fólksins og karlmannanna, við eldinn, dveljast rándýr sem eru af sömu tegund og hvernig eigum við að bregðast við þessari nýju hættu ????

Ég legg til Stríð, einsog Bob Marley sagði:  Rise Up, Stand UP.

Það er enginn friður nema við losnum við þessa óværu...

Jesús sagði:  Ég er ekki kominn til að boða frið, heldur sverð.

En hvað er sverð?????

Sverð hins góða stríðsmanns, er vopn sem þú beitir, til að verja samfélagið, karlmenn eru stríðsmenn, svo þetta á við að verja, konur, börn og gamalt fólk.(en í dag eru konur líka stríðsmenn, þær öfluðu líka fæðunnar áður fyrr, en karlmenn montuðu sig meira yfir veiðiferðum(he he)

 

Herútkall!!!!!!!!!!!

Verjum þau gildi sem gerir okkur að Homo Sapiens

Tryggjum velferð Karlmanna, Kvenna, Barna og Gamals Fólks

Látum ekki Blinda fjármálaspekúlanta leiða okkur í tvísýnu, með grundvallargildi okkar

Eða auglýsingar tortíma börnum okkar

Og köstum ekki gamla fólkinu á haugana, áður en það nær að segja sögu sína

Verjum hagsmuni okkar, við munum sigra, því þetta eru bara Pappírstígrisdýr, sem munu falla einsog spilaborg, þegar við beitum sverði okkar.

Fólk, þið eruð stríðsmenn, en ekki framleiðsluvélar

Rísið upp, í nafni, þess sem skapaði ykkur.  Þegar þið hafið staðið á fætur og finnið mátt Neandertalsmannsins, sem lagði mammúta að velli, með spjótum, þá munuð þið eftir á, hlæja að ykkur sjálfum, hvað þið hræddust óvininn(he he)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband