Af hverju er líka rigning í dag

Ég vil beina því til blessaðra "veðurguðanna" að fyrst þið eruð að koma með aðalréttinn, rok og rigningu, af hverju er þetta ekki með sósu, ég meina þá þrumum og eldingum, eins og í öðrum löndum

Fyrst þið eruð að koma með svona lélega aðalrétti, væri ekki alltílagi að hafa góða sósu allavega með, svona þrumugóða sósu, "hot and spicy" svona eins og elding hafi lostið þig

Ég man þegar maður var lítill skólakrakki og var alltaf að bíða eftir almennilegri sýningu frá ykkur, allavega þannig að rafmagnið færi og það yrði frí í skólanum.  Ég meina rafmagnið hefur ekki farið af þessari borg í mörg ár.  Er eitthvað að????  Hættið þessari djöfulsins meðalmennsku!

Kæru veðurguðir, er ekki einhver meðal ykkar sem "has got the spirit", sem er annaðhvort í góðu skapi eða vondu skapi, en ekki hálffúlu skapi og hálfgóðu skapi.  Heyrðu nú er tími kominn til að breyta til. he he

Með þessu bloggi er ég að sýna ykkur smá samúð, vonandi sýnið þið okkur samúð líka!

Við elskum ykkur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband