Af hverju er rigning í dag??

Væri ekki sniðugra t.d. að hafa sól eða er þetta æfingaeyja í að hafa hugarró, sama hvað á dynur ??

Minnir mig á söguna um andlega meistarann "Spinko Betty" sem kom að Mývatni í sumar, gekk niður að vatninu og settist í jógastellingu. 

Eftir ekki svo langa stund, höfðu milljónir blóðþyrstra flugna sem vatnið heitir eftir, umkringt hann og þær voru ekki komnar til að öðlast neina hugarró, heldur steyptu sér yfir hann eins og japanskar sjálfsmorðsflugvélar.

Meistarinn spratt á fætur, gaf "Nirvana" tímabundið upp á bátinn og tók á rás.

En á leiðinni, þar sem hann hljóp, uppgvötaði hann nýja hugleiðsluaðferð, "hugarró á hlaupum" og sagði við fréttablaðið "Mývatnstíðindi" í sumar, að hann væri ævinlega þakklátur "The Mývarg" fyrir að hafa opnað augu sín fyrir nýjum möguleikum.

Svo ég snúi mér aftur að rokinu og rigningunni sem núna er í Reykjavík, að fyrst það er bersýnilegt að veðrið ætlar ekki að gera neitt til að gera þennann dag skemmtilegri, þá verð ég víst bara að sjá um það sjálfur og kannski opnar það einhverjar nýjar leiðir og ég er viss um að það eina sem geti breytt veðrinu, sé að vera bara nógu fjandi "happy"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband