Kraftur Dugur og Þor

 

Ég tek undir með Katrínu Oddsdóttur í Fréttablaðinu í dag.  Þrumuræða hennar á Austurvelli, sýndi fram á að þrumugoðið sjálft gæti eftir allt saman heitið Þóra en ekki Þór, en það er önnur saga, eins er ég ánægður með það að Neyðarstjórn kvenna hafi verið komið á fót.  Því fleiri fætur sem samfélagið stendur á, því betra.

Úr þessari frétt orðrétt: 

"Meðal þess sem Katrín og fleiri krefjast er að forseta verði veitt leyfi til að mynda utanþingsstjórn.  Landinu yrði þá stjórnað af sérfræðingum fram að kosningum.  "Kosningar eru nauðsynlegar.  Eins og sést á skoðanakönnunum er þetta fólk ekki með umboð fjöldans.  Til dæmis er það mikill misskilningur hjá Ingibjörgu Sólrúnu að halda að hún ein geti leitt okkur út úr ógöngunum.  Það þýðir ekki að blindast algjörlega af eigin ágæti."

 Tek heilshugar undir hvert einasta orð.

Niðurlag viðtalsins er:

"Spurð hvort hún hyggi á frama í pólitík segist hún ætla að einbeita sér að Neyðarstjórninni í bili.  "Þar eru kraftmiklar konur að búa til "blueprint" af nýju samfélagi.  Ég hef mikla trú á þessum hópi,"," segir Katrín Oddsdóttir.

Ég sjálfur hef líka mikla trú á sköpunarmætti þessarra kvenna og efast ekki um að þarna eru samankomnar margar af heilladísum upprennandi kynslóðar.

Kynslóðar sem tilbúin er að sýna:                  KRAFT  DUG  og ÞOR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband