Landnám aftur á Grænlandi ?

Hvar er fiskurinn í sjónum ?  Við Grænland.  Hvar býr fallegasta fólkið ?  Á Grænlandi.  Hver er fallegasta og gáfaðasta þjóð veraldar( meira að segja betri en við) ?  Auðvitað Grænlendingar.  Maður þarf nú ekkert að vera að spyrja að þessu er það ?  Þetta er nú bara barnaskólaspurning.

Kannski er best bara að flytja til Grænlands ?  Hefja landnám að nýju eins og hann Stefán hreindýrabóndi ?

Brattur, var einhver að tala um brattur ?  Í Bröttuhlíð á Grænlandi hafa fornleifafræðingar grafið upp fjós, 53 metra langt og 14 metra breitt og með 1,5 metra þykkum hlöðnum steinveggjum og þar fyrir utan torfhleðsla til einangrunar, ja þá myndi hvorki væsa um mig eða kýrnar, ef ég byggi svo fínt, meira að segja þær gætu verið brattar blessaðar kusurnar, enda heilagar skepnur eins og Indverjar hafa marg sagt. Mig minnir að þær hafi sofið á neðri hæðinni fyrr á tímum á Íslandi, líkt og lífrænir miðstöðvarofnar ?  Tökum Búkollu( sá í fréttunum áðan að Íslenska kýrin hefði stórmerkilega erfðaeiginleika sem vert væri að varðveita og ég er sammála því og lifi líka íslenska Geitin og hundurinn og Hagamúsin, en Rottan ?  Ég veit það ekki !) með til Grænlands og byrjum að búa um okkur til framtíðar ?  Erum við ekki Norrænir menn ?  Ekkert helvítis(afsakið) Kanarí.  Kanarí er bara Svínarí, alltof mikil sól og endalaust gamalt fólk og jólasveinar á G-strengjasprangi.

Myndbrotið er með Igga Pop og  úr kvikmyndinni Arizona Dream eftir Emir Kusturica

En tónlistin er samin af Goran Bregović, þeim sama og samdi ógleymanlega músík í myndinni Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan.

Ég er ekki frá því að við þurfum að gera einhverja svipaða mynd hér á landi, um okkur sjálf.  þar sem við sönnum fyrir umheiminum að við getum hlegið að okkur sjálfum.  Ég veit ekki hvort nokkur erlendis myndi nenna að horfa á þetta, en það sakar ekki að reyna !  Hvað gæti myndin heitið ?  Það er soldil spurning ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Brrrrrrrrrrrrr

Rut Sumarliðadóttir, 30.11.2008 kl. 12:59

2 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert bara góður ljúfurinn. Kærleikur til þín

Kristín Gunnarsdóttir, 1.12.2008 kl. 15:28

3 Smámynd: Brattur

Mér líst vel á að flytja til Grænlands... ég veit hvað ég myndi vilja búa...

Brattur, 1.12.2008 kl. 22:18

4 Smámynd: Jörundur Garðarsson

Ég hef verið að velta því fyrir mér að fara aftur til Noregs.  Ég bý vestur í Arnarfirði og hér er ekki lengur ein einasta mjólkurkýr og í Bíldudal er í fyrsta skipti í meira en 1000 ár engin sauðkind.  En Grænland er betri kostur ef við megum nema þar land, lifa af því sem landið gefur og byggja réttlátt samfélag.

Jörundur Garðarsson, 2.12.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Iggy pop er snilld!

Anna Karlsdóttir, 2.12.2008 kl. 17:02

6 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Takk fyrir   Maður verður aðeins kaldhæðnari í norðanátt.  Stundum er best að snúa bara uppí vindinn og etja kappi við hann, sama hvað átt hann kemur úr.  Finna leiðir og sækja ekki langt yfir skammt.  Ég verð reyndar sjálfur áfram staðsettur á Íslandi hinu fagra í nánustu framtíð. 

Rut ég skil þig vel, það er eflaust engin hitaveita þarna ? 

Kristín er það ekki skemmtilegasti leikurinn af öllum: Kærleikurinn. 

Brattur í Brattahlíð, ég hafði þig reyndar ekki í huga þegar þetta hrökk uppúr mér eins og Hrökkáll, en sá samtenginguna skömmu síðar  

Jörundur en er ekki eitt besta veðurfarið á Vestfjörðum þarna á Bíldudal.  Þokkalega heitt á sumrin, svipað og í uppsveitum Suðurlands og töluverðar stillur.  Var sjálfur í sveit í Álftafirðinum þegar ég var krakki og ógleymanlegar æskuminningar eru: spegilsléttur fjörðurinn, kríuger gargandi í botnlausri Sandsílistorfu og Hnísuvaða komandi inn á sviðið, líkt og skemmtikraftar. Á bænum var reyndar ekkert nema hænur og öll útihús full af músum og svo Afi og Amma en það var nægur fiskur í sjónum, nóg af fugli og frískt og fjörugt fólk. Þú virðist reyndar frískur og fjörugur af myndinni að dæma og það væri slæmt að missa þig úr landi.  Engin kýr og engin kind ? 

Hér hljóta einhverjir að hafa stjórnað landi og þjóð sem ekki hafa einu sinni haft kýrsvit, það væri hægt að meta þau í kúgildum, frekar en manngildum. en eru eftir sem áður ósköp kindarleg á svip. Réttlátt samfélag hér á landi er eitthvað sem ég tek heilshugar undir

Anna, Iggy er ágætur blessaður karlanginn  

Máni Ragnar Svansson, 2.12.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband