Er ekki þögn sama og samþykki ?

Þetta myndbrot er frá sameiginlegri hátíð eigenda Íslensku bankanna ásamt Seðlabanka sem haldin var 2. febrúar á þessu ári í Týról í Austurríki.

Væri ekki hægt að fá þessa frábæru hljómsveit, því eflaust eiga margir erfitt með að þegja í 17 mínútur, en gætu þá allavega jóðlað með.

Hvaða Íslendingur getur þagað í 17 mínútur.  Þetta er alltaf síblaðrandi, rífandi kjaft og kellingarnar grýtandi úr sér eggjastokkunum út um hvippinn, hvappinn og hvur má vita hvert ?

Íslenskan er líka svo erfitt tungumál að maður á fullt í fangi með að halda henni við, nema með stöðugum æfingum allann daginn alla daga, því annars endaði þetta bara með vitleysu, færum að tala eitthvað fyndið mál eins og Færeysku og allir hlæu að okkur eða þá Grænlensku og útlent og utanaðkomandi fólk teldi okkur eflaust Eskimóa og hvar væri Askurinn þá, úti í Móa ?


mbl.is Þögul mótmæli á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband