Beethoven á afmæli í dag

Ég ætla ekki að rekja hér ævisögu þessa merka tónskálds, aðeins að vekja athygli á fæðingardegi hans.  Bendi á grein á Wikipedia Beethoven

Beethoven fæddist á þessum degi 16. desember árið 1770 og dó 26 mars 1827.

Árið 1796 byrjaði hann að missa heyrn.  Hann þjáðist af sjúkdómi sem orsakaði að það klingdi eða hringdi í eyrum hans og þetta þvældist fyrir honum í tónlistarsköpun; einnig forðaðist hann samræður við fólk.

Hann lifði um stund í Austurrískum smábæ að nafni "Heligenstadt"(sem þýðir Heilög borg), rétt utan Vínarborgar.  Hér skrifaði hann verkið "Testament Hinnar Heilögu Borgar" sem var einskonar yfirlýsing um að halda áfram að lifa fyrir list sína og í list sinni.  En í þessu myndbroti birtist "Tunglskinssónatan"

Blessaður sé meistarinn ódauðlegi.  Auðvitað er lík hans einhversstaðar grafið, svipað hamnum sem fiðrildið skilur eftir sig, en verk hans óma enn handan grafarinnar, fljúga um sálir manna og dýra, taka kollsteypu inní hjartað við áhlustun og síðan út og inn í það óendanlega, til tunglsins einsog fiðrildi sem sveimar látlaust kringum ljósaperu.  Hring eftir hring að eilífu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Snillingur snillinganna

Máni Ragnar Svansson, 16.12.2008 kl. 00:59

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Beethoven var auðvitað snillingur. En fæðingardagur hans er reyndar ekki alveg á hreinu. Hann var hins vegar skírður með fullri vissu 17. desember 1770 og af því draga menn þá ályktun að hann hafi verið fæddur daginn áður. Á þessum árum var barnadauði algengur og börn skírð eins fljótt og hægt var svo þau færu ekki til helvítis eða í limbóið öllu heldur. Beethoven var grafinn í Wahringkirkjugarðinum i Vín og Schubert rétt hjá en síðar voru þeir færðir í heiðursgrafreitinn skammt frá flugvellinum í Vín.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.12.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

En einhvern afmælisdag verður hann allavega að hafa Sigurður og þetta er ágætis dagur. 

Tunglið á lofti yfir höfuðborginni.  Andi Beethovens svífandi um loftið. Kyrrð..............Eflaus bætist meira "Beet" í Hoven eftir því sem líða tekur á daginn.....Roll over Beethoven ?  Rokk og rúllandi steinar...........Hver veit ?

Máni Ragnar Svansson, 16.12.2008 kl. 01:33

4 Smámynd: Róbert Björnsson

Svo er bara spurningin hvenær "óðurinn til gleðinnar" úr 9. sinfóníu meistarans ómi sem þjóðsöngur íslands? 

Róbert Björnsson, 16.12.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband