Heillamerki

Fuglar.is

Var einmitt að hugsa um fugla í morgun og lét það vera mitt fyrsta verk í morgun um sjöleytið að skera niður epli og færa fuglunum útí garð.  Það er aldrei of seint að gera góð verk en heldur aldrei of snemmt.  Orðið góðverk minnir mig á bakara í hverfinu sem ég bjó í........ í æsku.  Hann sagðist alltaf gera allavega eitt góðverk á dag.  Hann var gjafmildur kallinn en ég man samt að hann bakaði alveg einstaklega vond fransbrauð, svo hann var svona Yin og Yang einsog við flest, en það er önnur saga.

Heyrði rétt í þessu gellið í Svartþresti sem flaug hjá.  Fyrir einhverjum dögum síðan var Hrafn að krunka í tré í garðinum.  Skógarþrestir og í gær þegar ég opnaði dyrnar um 3 leytið svoleiðis drynjandi fuglasöngur.....u.þ.b 60-70 fuglar í einhverjum miðdegisgalsa, vantaði bara að þeir bæðu mig að dansa Salsa.

Músarindlar hafa líka tíst hérna af og til, litlu Músakóngarnir með sperristélið sitt og Auðnutittlingar sem alltaf eru hressir hvernig sem viðrar, svolítið skemmtilegt nafn.

Trönur eru víða dýrkaðar t.d. í Japan.  Þetta eru svona fuglar ljóða og lífs.

Sannkallað heillamerki hins Nýja Lýðveldis.

Teikn á lofti og á landi.

Undur

 

 


mbl.is Grátrönurnar eru alveg út úr kortinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Fuglar eru vorboðar og maður fyllist gleði á að hlusta á þá syngja. Skil samt ekki hvernig sumir geta þekkt sundur allar þessar tegundir og hljóðin sem þeir gefa frá sér. Þekki samt hrafn, og kríu frá skógarþresti. Heima á Akureyri gáfum við fuglunum fóður á veturna, stráðum fræum á bílskúrsþakið og fylgdumst með þegar stórir hópar af skógarþröstum svifu niður og átu á sig gat. Hér fyrir sunnan sé ég bara starra og hef sjálf engan öruggan stað til að fóðra þá á.

Hansína Hafsteinsdóttir, 24.1.2009 kl. 10:00

2 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

ps. Flottar þessar Grátrönur, væri gaman að sjá þær í návígi.

Hansína Hafsteinsdóttir, 24.1.2009 kl. 10:02

3 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Var akkúrat að hugsa það sama í morgun.  Það væri ansi gaman að sjá þær.  Þetta eru frekar stórir fuglar og ótrúlega fallegir. 

Þetta eru undarlegir vorboðar

Viða um heim fylgjast menn alveg heillaðir með tilhugalífi hjá Trönum á vorin.  Hreyfingar þeirra minna á danshreyfingar, allskonar furðuleg spor og alveg einstaklega listræn.  Eru mjög vinsælt myndefni í málverkum meðal Austur-Asíuþjóða.  Þetta eru mjög tignarlegir fuglar og ágætis innlit hjá þeim þarna fyrir austan

Máni Ragnar Svansson, 24.1.2009 kl. 10:30

4 identicon

Þótt tranan sé heillamerki í fjarlægum heimshluta er ég nú ansi hrædd um að vera hennar hér sé merki um loftlagsbreytingar en ekki sérstaka gæfu.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband