Færsluflokkur: Bloggar
13.3.2009 | 15:44
Slöngukonan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2009 | 23:15
Tertur
Átti tal við 82 ára gamla konu í dag. Hún hafði verið soldið utanviðsig þennann daginn og þegar ég fór að rabba við hana skynjaði ég að hún var hrædd um að geta dáið hvenær sem er. Kannski núna eða kannski rétt á eftir, þannig að við töluðum saman þó nokkra stund um mat......spagettí, pítsur, jarðarber og aðalbláber, rjóma, sætsúpur, ávaxtagrauta, skyr, silung, lax, skötusel..........og um tertur.
Tertur já.....Heimurinn væri nú skemmtilegri ef það væru fleiri tertur.
Þar var ég sammála. Það er alltaf verið að baka meiri og fleiri vandræði en alltaf færri og færri tertur.
Síðar í dag leið mér einsog kerti á afmælistertu sem beið á borði útvið glugga sem sólin skein inn um.
Einhver kom inn og skoðaði mig í gegnum stækkunargler.
Við það tendraðist ljós á kveiknum
og nú brenn ég..................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.3.2009 | 17:50
Núðlusúpur
Af hverju framleiðum við ekki núðlusúpur hérna heima t.d. með hvalkjöti, lunda eða hrossakjötsbitum, svo bara að sulla nóg af MSG útí og þá er komin mjög staðgóð máltíð, sem hressir og kætir.
Úr einum hval mætti eflaust búa til mjög margar núðlusúpur og auglýsingarnar gætu verið í svipuðum stíl og þessar auglýsingar :
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.3.2009 | 20:14
Og hvað svo ?
Allir búnir að fá sín verðlaun.
Og hvað svo ?
Næsta frétt ?
Afskrifuðu ekki tap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.2.2009 | 22:51
Hólgeir Súkæ
Er búinn að vera að reyna að rifja upp nafnið á þessum tónlistarmanni í nokkra daga. Man aldrei nöfn, því ég legg þau aldrei á minnið en man ólíklegustu tegundir af ilmi og svona mómentum og andlitum og tilfinningum og litum..........
En í dag rifjaðist upp fyrir mér nafnið:
Holger Czukay
með því að smella á linkinn að ofan er hægt að kynna sér þennann hámenntaða tónlistarsprellikarl sem mér finnst dálítið í útliti minna á Einstein.
Sumir myndu vilja Íslenska nafnið yfir í Hólgeir Súkæ og honum er eflaust sama.
Þannig að ég skellti mér bara í Laugardalslaugina í dag, því það er svo ódýrt og kúlt.
Cool In the Pool
Hólgeir hefur gaman af því að strauja, sparar líka hellings péning og líka að ferðast um á rúlluskautum.
Lagstúfum man ég alltaf eftir, sérstaklega þeim sem maður getur flautað einsog þessum:
Photo Song
Í Laugardalslauginni í dag þegar ég var búinn að skella fötunum í skápinn, fór ég að flauta lagstúf á leið í sturtuna og í sturtunni. Ekki þó þennan, heldur einhvern sem ég auðvitað man ekki nafnið á......he he
þegar ég hætti augnablik að flauta heyrði ég að einhver annar var að flauta einhvern annann lagstúf og þennann tíma sem leið þangað til ég fór út og í laugina voru flautaðir að minnsta kosti 5 lagstúfar út um allann sturtuklefann en enginn talaði......mjög eftirminnlegt móment, bara svona áhyggjuleysi og ljúft flaut........eflaust ágætis byrjun á einhverju nýju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.2.2009 | 00:01
Ofurlaun fyrir þá sem við elskum svo mikið he he
já einmitt biðlaun......ofurlaun......einmitt það sem við þörfnumt svo mikið.
Jú auðvitað þurfið þið biðlaun og ofurlaun því þið eruð svo gáfaðir að öll Þjóðin stendur á gati !
Rassgati!
Já rassgatinu ykkar og nú tökum við ykkur í rassgatið.
Er annað hægt ?
Ég bara spyr ?
He he !
Reynslulausir réðu í bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.2.2009 | 23:00
En má hann þá þeyta rjóma ?
Eða má kannski ekki borða pönnukökur heldur.
Svo er líka hægt að þeyta lúða.....t.d út úr Seðlabankanum.
En svona hávaði er auðvitað mesta meinsemd okkar samfélags.
Hvernig er t.d. með óperusöngvara......viljum við að þeir mæti við Seðlabankann og syngji hástemmdar aríur á fullu blístri.
Viljum við það ?
Að þeir hræði fólk !
Afskræmdir í framan.......tárfellandi einsog ungabörn.
Er það virkilega það sem við viljum.
Sýna tifinningar okkar í verki með því að syngja og tromma.
Vilja kannski flestir Davíð burt !
Ó ! mæ god..........
Þá er bara að mæta á morgun og láta í sér heyra.
Vona að það mæti allavega einn Óperusöngvari.......sama svo sem hver.
Sturlu bannað að þeyta lúðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
7.2.2009 | 02:48
Nyuszi bumm / Bunny boom
Sem þýðir á NýaldarÍslensku:
Verða hinir tveir ekki örugglega farnir fyrir páska.
Ingimundur baðst lausnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.2.2009 | 10:08
Hvílíkur hálfviti
Helvítis spillingarlúði
Pólitískar hreinsanir og ofsóknir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.2.2009 | 22:06
Smánarlaun !
Mér finnst lágmark að þessir menn fái allavega lágmarkslaun fyrir vel unnin störf.
2 Milljarðar á mánuði + að Davíð fái að eiga Seðlabökunarhúsið og búa í því til æviloka.
Margir hafa viljað taka hann í bakaríið en svoleiðis fólk bakar bara vandræði og ekki er það nú gott útræði né rétt útsæði að baka bara og baka svo úr verði drullukaka og hvernig á að skipta þá.
Það voru þessir menn sem bökuðu kökuna og nú verður að skipta henni réttlátlega og byrja á þeim sem skapað hafa mesta auðinn og gætt lambanna svo úr verði svo mörg spörð sem kostur er á.
Nú dugar ekki að spara spörðin þegar serðir að þjóðinni.
Nú duga engin smánarlaun.
Þessir menn eiga fjölskyldur einsog við og að mörgu er að hyggja þegar hátt er horft.
Nú líður senn að páskum og ekki viljum við troða þeim inní páskaegg einsog hverjum öðrum málsháttum.
Nei hingað og ekki lengra. Þessir menn eiga ekki skilið þau smánarlaun sem nú á að þeim að rétta af lítilmannlegum nirfilshætti og er landslýð til háborinnar skammar og sýnir einungis hvað menn sjá orðið illa gleraugnalausir þegar þeir kíkja í ríkiskassann.
Það er nóg til handa öllum en í guðanna bænum byrjum að údeila ofanfrá, því annars fer illa og þá er nú vont í túni og vindmyllusarg í eyrum og þröng á þingi og þyrsklingar í eyrum.
Biðlaunin áætluð 44 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)