Færsluflokkur: Bloggar
14.12.2008 | 21:34
Verði þér að vondu helvískur sauðurinn þinn
Bush ætti margt verra skilið en þetta er kannski bara táknrænt enda er hann búinn að þramma á skítugum skónum yfir allt og alla.
Ef hann heldur fleiri blaðamannafundi, vonandi er þetta sá síðasti (því fá gerpi eru heimskari en þessi gaur), verða þá ekki allir að fara úr skónum.
Annars verður hægt að líta á þá sem "Terrorista"
Meira að segja kornabarn með túttu upp í sér myndi grýta henni í hann, ef það ætti þess kost.
Vonandi verður bara forsetatíð hans rannsökuð og hann svo settur í rafmagnsstólinn.
Hann getur svo spilað golf í helvíti, þessi helvítis forarpyttur mannlegs óeðlis.
![]() |
Bush varð fyrir skóárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2008 | 20:55
Fituhlunkaheilarnir
Þetta var þá kannski ekki Vatnshöfðaveiki eftir allt saman sem var orsök (ó) stjórnarinnar á Íslandi.
Heldur svo mikið þykkt og svert fitulag utanum heilann að allt valt á hliðina, nema auðvitað þeir sem höfðu "Fituhlunkaheilana". Þeir treysta áfram á að geta stutt sig við "Þögla meirihlutann" þangað til hann fer að mögla og þá er ekkert eftir fyrir þau nema að leggjast á bæn með biskupnum og biðja fyrir sér. Það verður eflaust ansi væn....bæn.
Í fréttinni er minnst á einhvern Eric Green. Má ég þá frekar biðja um Eirík rauða eða þá Ástrík og vin hans Steinrík.
Að heyra í Eiríki græna, alveg úti að spræna, gúrkufréttin væna, meðan þjóðina er verið að ræna.
![]() |
Heilinn vegur þungt í offitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2008 | 20:06
Bad Time To Fart Mr.Brown and everybody else
en það er ekki bara Gordie Brown sem hefur sparkað í Íslendinga
heldur allt heila skítapakkið heima á Fróni (Flóni)
Leysum vind !
Í Guðanna bænum leysum vind og blásum þessu burt !
Þó ég sé mikill umhverfisverndarsinni þá verður stundum illt að reka út með illu !
![]() |
Brown sparkaði í Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2008 | 18:43
Alþjóðagjaldeyrissjóðsjól á Íslandi
Fer ekki Aðfangadagur að koma ! Eða ætti þetta að heita (Aðal) fangadagurinn.
Person sá sænski ráðleggur auðvitað svín í matinn.
![]() |
Íslendingajólaball í Finnlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2008 | 14:19
Söngfugl ódauðleika og eilífrar æsku
Hver skyldi vera sá fugl sem konungar og ævintýramenn leituðu sem ákafast að en fundu eflaust aldrei ?
Eða ef þeir fundu hann var þetta þá einn af þeim fuglum sem getið er um í Þúsund og Einni Nótt ?
Söngfugl ódauðleika og eilífrar æsku, draumafugl skálda og hirðmanna, konunga og keisara.
Sá fugl sem flýgur útúr kyrrlátu hjarta hins þjakaða og sveimar um hangandi garða Babýlóníuborgar.
Fremsti söngfugl jarðar er allavega Ástralski Lýrufuglinn, sem hefur alþjóðlegt, reyndar yfirþjóðlegt próf í raddkúnstum. Stél hans undirstrikar Póetískar tilhneigingar hans og það er eins og skáld hafi skapað hann, nema hann skáldi þetta bara allt sjálfur eða sé svo samofinn umhverfi sínu að ekki sé hægt að skera sundur þar á milli. Meðal þess sem hann hermir eftir eru vélsagir skógarhöggsmanna og máski telur hann þá ekkert ónáttúrulegri í eyðingu skógarins en skógarelda, heldur eflaust að í réttu jafnvægi, þá hafi enginn skaða af.
Með honum í þessu Youtubebroti er furðufuglinn David Attenborough, en einnig Ástralskur fugl sem ber nafnið Hláturfugl, því hann er síhlæjandi allann daginn og ef hann er ekki hlæjandi, þá gæðir hann sér á froskum og öðrum prinsum í álögum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2008 | 03:00
Eldfuglinn Fönix í myndrænu formi með undirspili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2008 | 21:09
Fæðing, Ljósið og Ferðalag í Tíma og Rúmi
Þessi grein er tileinkuð því fólki sem staðið hefur undanfarna mánuði í baráttu fyrir Nýju og Betra Íslandi, sérstaklega vil ég þakka Herði Torfasyni og Láru Hönnu fyrir þeirra framlag.
"Í Austur-Afríku er að finna ættflokk þar sem byrjað er að rækta innilegt samband við manneskjuna alveg frá því fyrir fæðingu hennar. Hjá þessum ættbálki er fæðingardagur barns ekki talinn vera dagurinn þegar það kemur í heiminn og ekki heldur dagur getnaðarins eins og tíðkast sums staðar annars staðar. Hjá þessum ættbálki er fæðingardagurinn rakinn til þeirrar fyrstu stundar að barnið verður hugsun í huga móðurinnar.
Þegar móðirin verður þess áskynja að hún vill geta barn með ákveðnum karlmanni fer hún burt og sest ein niður undir tré. Þar situr hún og hlustar þangað til hún heyrir söng barnsins sem hún vonast til þess að geta. Þegar hún hefur heyrt þennann söng snýr hún aftur til þorpsins og kennir hinum verðandi föður hann svo þau geti sungið hann saman þegar þau elskast og bjóða barninu að koma til sín.
Síðan kennir hún gömlu konunum og ljósmæðrunum í þorpinu hann, þannig að á meðan hríðirnar standa yfir og á hinu undursamlega andartaki fæðingarinnar er barninu fagnað með þess eigin söng. Eftir fæðinguna læra allir þorpsbúar söng hins nýja þegns og syngja hann t.d. þegar barnið dettur eða meiðir sig. Hann er sunginn á hátíðarstundum, sigurstundum og við vígslur. Og þegar barnið hefur fullorðnast og giftir sig er söngurinn sunginn og við ævilok safnast ástvinir hans eða hennar saman við dánarbeðinn og syngja þennann söng í síðasta sinn."(Úr bók Jack Kornfields "Um Hjartað Liggur Leið" í þýðingu Sigurðar Skúlasonar)
Mæður geta auðvitað ekki annað en verið viðstaddar fæðingu barna sinna. Feðurnir afturámóti máttu eitt sinn ekki vera viðstaddir því þeir voru bara fyrir, taldir til mestu óþurftar, höfðu ekkert vit á þessu o.s.frv. sem breyttist svo sem betur fer og því átti ég sjálfur þess kost á sínum tíma að vera viðstaddur fæðingu sonar míns, sem grét og gat vart lyft augnlokum sínum, en opnaði loks annað augað og við horfðumst í augu, Faðirinn og Sonurinn.
Við lásum í augu hvors annars, leitandi og skimandi og fundum ákveðin tengsl, óháð tíma og rúmi, sem ekki hafa rofnað síðan, því það var eins og við hefðum alltaf þekkst og að þessi upplifun sem hann var að hefja en ég hafði upplifað dag eftir dag í ákveðinn tíma, var bara staður til að mætast á í tilteknu samhengi, jörð til að vera á, tími til að vera saman.
Menn fæðast grátandi og þegar þeir deyja grætur fólk. Það er ekkert nýtt. Lífið sjálft er samt ekki andstæða dauðans heldur fæðingin. Það er hægt að líta á fæðinguna sem plúspólinn og dauðann sem mínuspólinn og á milli þeirra er rafstraumur sem við köllum "Líf". Segir ekki nútímaeðlisfræði að orka eyðist ekki. Ég trúi sjálfur að mitt innra eðli sé bara ljós, sem birtist í ytri myndum sem tími. Ljós á ferðalagi og söngur barnsins ómar í sjálfum mér. Það þarf ekki annað en að horfa upp í himininn, skynja að maður sé staddur í Vetrarbrautinni og á hreyfingu, hvílíkt ævintýri, með skrímslum og álfadísum, dvergum tröllum og mönnum, dýrum og vitleysingum og sjóræningjum.
Þjóðir fæðast og endurfæðast. Stjórnmálaflokkar fæðast og endurfæðast. Menn fæðast og endurfæðast. Það er til fullt af frábæru og fínu fólki, hér á Íslandi sem annars staðar á þessari jörð. Hamingja er það dýrmætasta sem við eigum fram að færa úr gjöfulu hjarta okkar til barna okkar og til hvers annars. Stöndum saman áfram og alltaf.
Vekjaraklukkan hringir fyrir stjórnvöld, en næsta vekjaraklukka ætti að vera færð hinum þögla meirihluta þjóðarinnar, því gálgafresturinn stendur aðeins fram yfir Jól, eftir það er óafsakanlegt að sitja bara hjá og glápa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.12.2008 | 16:24
Spilin lögð á borð Ríkissaksóknara
Þetta er rétta húsið allavega til að safnast fyrir utan og betra er seint en aldrei. Fínt útspil hjá Röddum fólksins og Herði Torfa. Verður þetta kannski besta glæpasagan fyrir þessi jól ?
![]() |
Raddir fólksins hjá saksóknara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.12.2008 | 15:22
Eitthvað í þá áttina ?
En hvað með að frysta eigur fjárglæframannanna og skófla þeim svo upp í ríkiskassann ?
Eða er málið bara að lækka laun ríkisstarfsmanna ?
Hvað með hátekjuskatt á hina ?
Þeir hljóta nú að eiga einhvern péning eftir ?
Það er nóg komið af jóðli í bili.
![]() |
Vill lækka laun ríkisforstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 7.2.2009 kl. 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.12.2008 | 22:33
En hver á þá afmæli á degi hinnar rísandi sólar ?
Samdi þennann texta eða ljóð í sumar í ágúst síðastliðnum, skrifaði þá látlaust meira og minna í tvær vikur.
Ég var svona að draga það upp fyrir mér svo það væri mér skýrt, hverjir væru kjarnarnir 3 og sigta frá allt hismið sem var reyndar heilmikið allt í kring.
Þessi texti spannst reyndar uppúr hugleiðingum um frídag verslunarmanna 1. ágúst (sama dag og sonur minn er fæddur, var á fæðingardeildinni með barnsmóður minni um verslunarmannahelgina á sínum tíma) og að samt væru mjög margar verslanir opnar, en leiddist svo út í þessar 3 kjarnahugmyndir burt séð frá allri verslun og ennþá meiri verslun. En hvað annað spurði ég ? Er eitthvað annað.
Auðvitað er Jésú kallinn Tvíburi og tengdur sólu í hástöðu, Konungur Konunganna.
Annars er þessi frétt ótrúlegt innlegg inní hugarheim dagsins í dag, ekki einu sinni fæðingardagar haldast heldur færast þeir um 180 gráður í Árshringnum. Gæti þá ekki allt eins verið bara sumar núna, en ekki vetur eins og samkvæmt Árstíðadagatalinu ? Jón Sigurðsson fæddur sama dag og Jésú, ótrúlega spennandi pæling.
Frídagur verslunarinnar
Heimsspekinni hefur hnignað
Trúnni hefur hnignað
Í staðinn hafa komið
Stærri verslanir
En það er ekkert þar
Sem nært getur anda minn
Mannkynið allt á í
Miklu sálarstríði
Og allir koma með kenningu
Til að selja þér
Syndaaflausn miðalda
Í nýjum umbúðum
En það sem þeir vilja
Er að geta stjórnað lífi þínu
Og átt sál þína í skartgripaskríni sínu
Lokaða bakvið gler
Á safni ógæfunnar
Þessvegna hef ég leitað
Að kjarna kenninga meistaranna
Jésú Búdda og Laó-Zse
Kjarninn er líkur
Þriggja-laufa-smára
Þar sem þú ert fjórða blaðið
Megi gæfan fylgja þér
Fyrsti kjarninn er Sannleikurinn
Hann verður ekki fundinn með því að hafa skoðun
Aðeins séður í sýn
Ekki með skynsemi klofinn í sundur
Heldur með Innsæi og Útsæi þíns Anda
Dreginn upp í mynd
Með því að Sjá og verða var
Þess sem er
Annar kjarninn er Kærleikurinn
Stundum kallaður Lífið
Hann verður ekki fundinn með sjálfsvorkunn
Né að ætlast til eins né neins
Heldur með því að tengja sig við það sem lifir
Og trúa því að eitthvað sé í því
Sem aldrei deyr
Þriðji kjarninn er Vegurinn
Lögun hans er oft ekki skýr
En ef Kærleikurinn og Sannleikurinn
Eru bæði í góðum gír
Stígur það sem er lifandi sínum fót
Hvert skref áfram veginn til fullkomnunar
Og ekkert er til í heimi hér það grjót
Sem hindrað getur Kærleikans og Sannleikans
Liðuga og fjöruga fót
Þó alla leið liggi sú frægðarför uppímót
Margt í þessum texta er samhljóma grein Taoistans sem er nýjasti bloggvinur minn en skömmu eftir að ég hafði verið að skoða þennann texta sem ég skrifaði í Ágúst siðastliðnum, rakst ég inná blogg hans nú í kvöld tengdri þessari frétt og varð hissa á skemmtilegann hátt.
En hverjar eru 3 helstu konur sem leitt hafa mannkynið, stigið úr sjöunda himni hingað niður til jarðar eða voru þær aldrei færðar til bókar ?
![]() |
„Jesús fæddist 17. júní“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)