Færsluflokkur: Ást
19.11.2008 | 22:06
Ofsatrúarhópurinn GULLKÁLFURINN og annað
"Menn sem ekki geta borgað, eru uppá gamla mátann, taldir óreiðumenn, það lærði ég hjá Ömmu minni" svo mælti peningaskáld þjóðarinnar, sá með gulltunguna, sem jafnframt er forstöðumaður ofsatrúarhópsins "Gullkálfurinn"
Ég spyr: Verða þá allir Íslendingar sem ekki geta borgað núna og á næstunni taldir óreiðumenn ? Á ensku: "People of disorder" ?
Grunnhyggni er af sumum talin æðsta dyggðin og þeir sem það telja, reisa sér risastór hús á glópagullssandi og telja það meistaraverk og monta sig af og þeirra uppáhaldsfugl er Fálkinn.
En aðrir eru djúphyggnir og telja betra að reisa hús sín á mannvitsbjargi, því þar fari saman viska, fagurt hjarta og þjóðhollusta.......en ekki óhollusta og þeirra fugl er Örninn, því hann flýgur hærra en Fálkinn og sér því hvað hann er að gera.
Hugsar hver um sjálfann sig og hver á þá að hugsa um þig !
Ég fann þetta Youtubebrot, þegar ég sló inn leitarorðinu "Tierra Del Fugo, sem þýðir Eldland á okkar tungumáli og er svæðið á syðsta odda Suður-Ameríku, því ég hef gaman af Smáþjóðum og menningu þeirra og þar bjuggu þegar Spánverjar komu þangað, stórvaxinn Indíanaættbálkur, sem var fljótlega útrýmt, sem kallaðir voru Eldlendingar, kannski blogga ég um þá seinna, en þá kom þetta myndbrot upp, sem er úr kvikmynd eftir Argentíska leikstjórann Armando Bo, sem ég hafði aldrei áður heyrt nefndann og var víst sá fyrsti sem birti nektarsenu í Argentískri kvikmynd. Sú sem leikur kvenhlutverkið er náfrænka hans, Isabel Sarli. Þetta minnir mig óneitanlega á "Svalbarða" þættina.
Mér finnst að Utanríkisstefna okkar í nánustu framtíð ætti að byggjast á tengslum okkar við smáþjóðir og því smærri, því betra Sumar þjóðir sem hafa sitt eigið tungumál, telja kannski bara 40 manns og af þeim tala kannski 3 tungumálið eða bara 1. Ein mesta auðlind mannsins, hin margvíslegu tungumál ýmissa hópa sem byggja þessa jörð, er að rýrna, hvert á fætur öðru eru þau að hverfa á braut og koma aldrei aftur.
Ef við göngum í EB ættum við að leggja áherslu á þessi mál.
Öllum þeim milljónum sem fóru í Öryggisráðglysið, sem var vonlaust frá upphafi, eftir að áður hafa sett nafn okkar á lista þeirra þjóða sem styddu Íraksstríðið, hefði verið betur varið í að styðja baráttu þeirra smáþjóða sem berjast fyrir lífi sínu, menningu og móðurmáli. Það hefði skapað okkur þann heiður sem stolt okkar á að byggjast á.
Ást | Breytt 8.2.2009 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 10:46
Ástleitni á almannafæri bönnuð???
Er eitthvað í lögreglusamþykkt Reykjavíkur um ástleitni á almannafæri??? Gæti hún kannski raskað almannareglu??? Hefur fólk ekki lengur tíma, til að sýna væntumþykju sína og ást, er hún bara sýnd heimavið, seint á kvöldin eða um helgar, ef tími vinnst til, þegar búið er að sinna öllum mikilvægu hlutunum. Ég tek það fram, að ég er ekki að tala um kynlíf á almannafæri, heldur ástleitni. Ég fór að hugleiða þetta, því minntist ekki að hafa séð óralengi, kærustupar leiðast á götum Reykjavíkur. Er það hallærislegt að halda í höndina á kærustunni sinni, en ég spyr á móti: Er það svalt að gera það ekki????
Er enginn ástfanginn í Reykjavík???? Einhver var einhverntíma að telja mér trú um að við hefðum svo mikið miðjarðarhafsblóð í æðunum, værum svo tilfinningaríkir og heitir, líktumst Spánverjum o.s.frv. Hvernig þá??? Inni í okkur????
Í guðs bænum sýnið ást ykkar! Eltið hvort annað á götunum, hlæjið, fíflist, glettist, leiðist, látið tilfinningarnar leiða ykkur í gönur, já "Gönuhlaup", kyssist í Bónus, sláið í rassinn á hvert öðru, farið í haustlaufasturtu saman úti, já bara allt!
Bara allt annað en þennann áunna og almennt viðurkennda "kaldrana"
Við erum með skrúfað frá kalda krananum, en hvernig væri að skrúfa frá þeim heita, svo mannlífið á götum bæjarins yrði allavega volgt???
Ást | Breytt 7.2.2009 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)