9.9.2007 | 15:40
Mannvera Sem Fyrirtæki
Mannvera sem fyrirtæki Mannvera, helstu þættir(lausleg greining) Sjálfráða og ósjálfráða taugakerfið. Heilinn og mænan. Meðvitund og undirmeðvitund. Égið eða Stjórnandinn. Blóðrásarkerfið, meltingarkerfið, öndun, vöðvar og sinar, skynfæri, útlimir, raddbönd, o.s.frv. Fyrirtæki, helstu þættir(lausleg greining) Bókhaldsdeildir, framleiðsla, markaðsdeildir, starfsmannahald, innra eftirlit, gæðastjórnun, culture, o.s.frv Í venjulegu fyrirtæki getum við sagt að Stjórnandinn samsvari meðvitund í mannveru. Það sem ég greini sem ERROR í mannverum og hvernig þær stjórna sér, er að Égið sem samsvarar Stjórnandanum, er ekki staðsett efst í pýramídanum, heldur er það staðsett í markaðsdeildinni. Heimsspekingur einn sagði Ég hugsa, þessvegna er ég til, en réttara væri: Ég er til og þessvegna get ég hugsað. Að hugsa er geta mannverunnar, en hún hefur samsamað stjórnandann getunni. Stjórnandinn er þessvegna ofurseldur hugsuninni. Hann getur ekki stöðvað hana. Hann ræður ekki yfir nema að hluta, um hvað hann hugsar. Hugsanir hans stöðvast ekki fyrr en í djúpsvefni, en þá er líkami hans óstarfhæfur. Til að fá þetta staðfest, hættu þá aðeins að lesa og fylgstu með hvernig hugsanir þínar birtast þér. Geturðu stöðvað þær ? Geturðu ráðið hvaða hugsun kemur næst ? Hvað mikið af hugsuninni er innihaldslaus þvættingur ? Ef mikill hluti af hugsuninni er innihaldslaus þvættingur, af hverju erum við þá að staðsetja miðjuna í hugsuninni og gera hana þar með meðvitaða, þegar hún ætti heima í ósjálfráða taugakerfinu eða undirvitundinni. Hvaða stjórnandi í fyrirtæki myndi vilja hafa markaðsdeildina inn á borði hjá sér allann daginn og alla daga. Það sem ég tel að þetta komi niður á fyrst og fremst er , að þetta truflar aðkomu hans að innsæinu og mörkun heildarstefnu og að hann geti tekið á móti nýjum hugmyndum. Stjórnandinn þarf frið til að beita sér. Til að geta beitt sér, má hann ekki vera staðsettur í því sem er beitt, eða tækinu. Mannvera Skiptum orðinu í tvennt. Maður er það sem beitt er, er notað, tækið, en vera, er það sem beitir eða notar tækið. Þessvegna er mikilvægt að stjórnandinn í mannveru flytji sig úr markaðsdeildinni og fái sér nýja skrifstofu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.