Sólargeislar

Frá sólinni berast geislar

Þeir lýsa upp tunglið á næturhimninum

Og yfir hafflötinn liggur vegur

Alla leið til mín

Áhorfandans á ströndinni

 

Ég lít til hliðar

Á þig

Og sé að inní þér er víðáttumikið haf

Tunglið speglast í augum þínum

En handan við nóttina hlær sólin

 

Daginn eftir ferðumst við um stræti borgarinnar

Fáir á leið okkar virðast skynja mátt sólarinnar

Sem æðir milli ljósastauranna

Í vitstola gleði ótakmarkaðrar sköpunar

 

Andlit þeirra bera með sér fall mannsandans

Trúna á að sköpunin hafi átt sér stað í gær

Ástin sem við berum til hvors annars

Enginn virðist taka eftir henni

Og enginn hermir eftir okkur

 

Á götuhorni kyssumst við

Og föðmumst líka

En í Reykjavík

Er þetta einsog að rjúfa bannhelgi

Raskar almannareglu

Svipað og að flauta

Tala hátt

Trufla fólk við að gera það

Sem það gerði í gær

 

En við gerum það samt

Því okkur dettur ekkert betra í hug

Sem hægt er að eyða tímanum í


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband