Ástleitni á almannafæri bönnuð???

Er eitthvað í lögreglusamþykkt Reykjavíkur um ástleitni á almannafæri???  Gæti hún kannski raskað almannareglu???  Hefur fólk ekki lengur tíma, til að sýna væntumþykju sína og ást, er hún bara sýnd heimavið, seint á kvöldin eða um helgar, ef tími vinnst til, þegar búið er að sinna öllum mikilvægu hlutunum.  Ég tek það fram, að ég er ekki að tala um kynlíf á almannafæri, heldur ástleitni.  Ég fór að hugleiða þetta, því minntist ekki að hafa séð óralengi, kærustupar leiðast á götum Reykjavíkur.  Er það hallærislegt að halda í höndina á kærustunni sinni, en ég spyr á móti:  Er það svalt að gera það ekki????

Er enginn ástfanginn í Reykjavík????  Einhver var einhverntíma að telja mér trú um að við hefðum svo mikið miðjarðarhafsblóð í æðunum, værum svo tilfinningaríkir og heitir, líktumst Spánverjum o.s.frv.  Hvernig þá???  Inni í okkur????

Í guðs bænum sýnið ást ykkar!  Eltið hvort annað á götunum, hlæjið, fíflist, glettist, leiðist, látið tilfinningarnar leiða ykkur í gönur, já "Gönuhlaup", kyssist í Bónus, sláið í rassinn á hvert öðru, farið í haustlaufasturtu saman úti, já bara allt!

Bara allt annað en þennann áunna og almennt viðurkennda "kaldrana"

Við erum með skrúfað frá kalda krananum, en hvernig væri að skrúfa frá þeim heita, svo mannlífið á götum bæjarins yrði allavega volgt???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband