25.10.2007 | 18:10
Kirkjan, Biblían og Hjónabandið
Kirkjan, fer aldrei í kirkju nema við skírnir, brúðkaup og jarðarfarir, stundum finnst mér að kirkjan sé að reyna að kyrkja þjóðina "andlega séð"
Biblían, alltof þung bók, lítið barn getur varla haldið á henni, guðs orð, ef Guð byrjaði einhverntíma að tala, hlýtur hann að vera að segja okkur eitthvað, núna, þeir sem hafa eyru, hlusti og heyri, þeir ykkar sem eruð nógu fljótir að skrifa, skrifið fljótt, því Guð segir allt bara einu sinni, Guð er soddann "poet", en ef þið séuð ekki nógu fljót með pennann, notið þá bara eyrun, Guð er ekki bara í bókum(he he)
Hjónabandið. Til hvers yfirleitt að vera eyða peningum í að gifta sig, þegar maður skilur 2 árum síðar(he he) sparið eiðana, hrísgrjónin og flottasta brúðarkjólinn, elskið hvort annað og þegar þið hættið saman, hugsið þá um börnin, þessa saklausu litlu álfa sem hafa enga vörn nema ykkur og eru miklu mikilvægari, en þið sjálfselskufullu fíflin ykkar. Það er sama hvað þið baðið ykkur í hrísgrjónum, börnin eru samt númer 1, 2 ,3.
Hvað sagði ekki Guð: Leyfið börnunum að koma til mín, því þeirra er himnaríki, en hvað sagði hann um ykkur???????
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.