Gætum við ekki bara selt Esjuna

Jú seljum bara Esjuna fögru og Árni Johnsen gæti eflaust reddað nógu stórum pramma fyrir hana og Dönum hefur lengi vantað almennilegt fjall.  Hægt væri að koma því fyrir á Jótlandsheiðum og síðan gætum við flutt Reykjavík, hús fyrir hús og komið henni fyrir í námunda við fjallið, svona eins og Árbæjarsafni, með ekta Molbúum og svo geta túristar sprangað þarna um eins og um Kristjaníu, tekið myndir og hlustað á bæjarbúa tala um verðbréf og séð þá keyra um á lúxusjeppum  og fljúga á þyrlum milli húsa.  Á sunnudögum  gæti svo forsetinn haldið  ræðu um hvað heilabúið í Íslendingum sé miklu stærra en í öðrum þjóðum  og svo gæti  fólk keypt fálkaorður sem minjagripi.  Við gætum  öll stórgrætt á þessu  og orðið helmingi ríkari, en áður  en við vorum helmingiríkari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband