15.10.2008 | 22:51
Sófasósíalismi
Nú dugar enginn helvítis(afsakið) sófasósíalismi með rauðvíni og kertaljósum og ´68 vímu og draumóraglýju og sýndarmennsku og vera alltaf á móti og einangra sig frá hinum stóra og ljóta umheimi. Það er komið nóg. Vinstri Grænir verða að axla ábyrgð. Á næstu mánuðum er komið að Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum að taka við þeirra hlutverki. Að sitja hjá og gagnrýna. Hér dugar ekkert annað en herkænska. Vinstri Grænir verða að breyta afstöðu sinni til aðildar að EB strax. Allur flokkurinn verður að breyta afstöðu sinni sem fyrst, helst strax. Að vera á undan óvininum, að gera það sem enginn býst við, er herbragð sem nýst hefur mörgum herforingjanum, þegar munað hefur mikið á liðsmun. Sjálfsstæðisflokkurinn er rjúkandi rústir. Tjöldin hafa verið dreginn frá og ófreskjan afhjúpuð...Þarf um það fleiri orð ? Framsóknarflokkurinn er bara hruninn...Þarf um það fleiri orð ? Vinstri Grænir verða að taka til í sínum herbúðum og það strax og þegar herflokkur er kominn á hreyfingu, þá hafa hermennirnir ekki sófann fyrir aftan sig á hestinum eða kertastjakann uppá hausnum á hestinum, en það er svo sem í lagi að taka eina Kampavínflösku með sér til að skála þegar sigur næst, því framundan eru dagar kampavíns og rósa fyrir alþýðu þessa lands.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.