Bandarískur her burt úr Evrópu

Þegar við höfum fengið inngöngu í Evrópusambandið, eigum við að leggja það til við bandalagsþjóðir okkar að Bandarískur her verði kallaður burt frá Evrópu.  Til hvers er Bandarískur her í Evrópu ?  Eru Rússar svona hættulegir ?  Evrópu fyrir Evrópumenn gæti orðið nýtt slagorð.  Ég tel ekki að Rússar hafi héðan af nokkurn áhuga á að ráðast inn í Evrópu.  Þeir hafa meiri áhuga á að selja Evrópumönnum olíu og gas.  Evrópumenn ættu frekar að stuðla að því að lýðræðisleg þróun verði í Rússlandi, heldur en að láta bandaríska hernaðarsinna stilla upp kjarnorkueldflaugaskotpöllum allt í kringum þá, sem viðheldur einungis þeirri stöðnun sem hefur átt sér stað í uppbyggingu lýðræðislegs samfélags þar í landi, eftir hrun gamla kerfisins.  Ég held t.d. að það myndi ekki hjálpa okkur Íslendingum að byggja upp nýtt kerfi, eftir hrun þess gamla, ef hér sveimuðu tugir kjarnorkukafbáta uppí landsteinum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband