Er kókaínísku sápunni ekki að fara að ljúka

Af hverju eru menn svona hræddir við EB.  Er það ekki bara hræðsluáróður Sjálfsstæðisflokksins á undanförnum árum og heimóttarskapur Vinstri Grænna.  Kannski erum við samt eftir allt saman Hobbitar norðursins einsog í Hringadrotttinssögu.  Ef menn hræðast regluvirki EB, af hverju þá bara ekki að reyna að hafa áhrif á að breyta því, losa heiminn við þann Niflungahring sem heftir nýja og betri tíma.  Við gerum það allavega ekki með því að sitja hjá og einangrast og borða Bláann Opal alla daga og láta sverð okkar ryðga, meðan við segjum sögur af fyrri afrekum.  Evrópumenn og heiminn sárvantar nýjar hugmyndir, því slóðin fyrir aftan okkur er horfin.  Heimurinn mótast í huganum, þar verður hann til við það að myndir kvikna.  Svo slökkvum núna á raunveruleikasjónvarpstækjunum og gerum virka heilana í okkur, ekki aðeins í okkar þágu, heldur fyrir alla Evrópumenn og heiminn í kringum okkur.  Lokum núna gömlu skruddunum frá 12. öld og gerum eitthvað sem þessir gömlu munkar gætu sagt um okkur að við værum þeirra elskuðu afkomendur sem þeir hefðu velþóknun á, því annars er ófært að vera að stæra sig af verkum þeirra, því ekki vorum það við sem rituðum þessar bækur og við þá sem eru ennþá í þessu kókaínsniffi, í guðs bænum hættiði þessu, því þetta eyðir alltof miklum gjaldeyri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband