Er Obama ekki karlútgáfan af Opruh

Þegar ný stjórn hefur verið mynduð eftir þingkosningar á næstu mánuðum hér á Íslandi, gæti nýr utanríkisráðherra þeirrar stjórnar gert sér ferð til Washington og hitt Obama nýjann forseta Bandaríkjanna og lagt til við hann að Bandaríkjamenn leggðu niður heimsvaldastefnu sína.  Að þeir hættu að halda heiminum í helgreipum ótta og niðurlægingar, heldur snéru sér að því að lagfæra fyrst þá þjóðfélagsgerð sem Bandaríkjamenn búa við og yrðu þannig fyrirmynd annarra þjóða, því í gamla daga voru þeir fyrirmynd annarra þjóða, t.d. með stjórnarskrá sinni, sem var á sínum tíma framúrskarandi byltingarkennd og leiðarljós þróunar útúr stöðnuðu andrúmslofti Evrópu.  Verum bara hreinskilnir.  Við hvað erum við hræddir ?  Erum við ekki víkingar ?  Þá meina ég núna og raunveruleiki nútímans er ekki skylmingamynd.  Gerumst því hugrakkir "HUGVÍKINGAR".  Kannski ættum við líka að breyta nafninu á höfuðborginni úr Reykjavík, sem núna minnir eitthvað svo á að vaða reyk, í "HUGVERKAVÍK"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband