Sleppum að gera næsta áramótaskaup

Er einhver þörf fyrir það ?  Er þetta ekki bara alveg nóg ?  Er hægt að gera brandara um brandara.  Kaupum frekar fyrir péninginn um áramót almennilega stóra flugelda og bindum forkólfa  þessarar sápuóperu við þá og skjótum þeim svo útúr sólkerfinu.  Ég held að margir séu nú sjálfskipaðir að taka þátt í fyrstu tunglferð okkar Íslendinga.  Þá sem hugsuðu hátt og þá aðallega um eigin pyngju, látum þá nú fljúga hátt og sem lengst. Til að gera þetta enn stórfenglegra gætum við notað hluta af þeim péningum sem menn hafa skammtað sér sem ofurlaun og gert flugeldadýrðina það mikla að hún sæist frá Færeyjum, ef skyggni er þokkalegt og ef við eyddum svolitlu púðri í þetta, gætum við eflaust vakið upp nokkra Hjaltlandseyjahesta af værum blundi.  Látum  umheiminn vita af okkur um áramót, að hér stöndum við og erum hvergi bangnir.  Að á þessu landi elds og ísa  búi þjóð sem sé í sjálfu sér náttúruafl og tilbúin að taka á  þeim  grýlum og leppalúðum sem farið hafa með  fjöregg þjóðarinnar eins og sitt einkaglingur og sé hver fyrir sig í sínum stjórnmálaflokki, hvað sem hann heitir, tilbúin að taka til hendi og losa okkur við þá stjórnmálamenn, sem ekki eru til neins gagns, né í takt við tímans tönn.  Við þurfum fólk sem er tilbúið að hugsa veruleikann uppá nýtt, ekki bara japla á gömlum kreddum og tryggja sjálft sig í ellinni.  Fyrst við getum náð í silfur á ólympíuleikum í handbolta, þá eigum við að geta náð gulli í þessu, en eins og þar duga engin vettlingatök, annars missa menn bara boltann útúr höndunum.  LIFI ÞJÓÐIN og ÁFRAM ÍSLAND....koma svo 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband