Upprifjun á starfsháttum Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra

Innlent | mbl.is | 23.12.2007 | 12:24

Árni segist munu skila ítarlegum rökstuðningi

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins, að hann muni skila ítarlegum rökstuðningi vegna umdeildrar skipunar hans á Þorsteini Davíðssyni embætti héraðsdómara, óski aðrir umsækjendur um stöðuna eftir því.  

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði í gær að Árni, sem var settur dómsmálaráðherra í málinu, ætti að rökstyðja betur val sitt á héraðsdómara. Slíkt væri nauðsynlegt þar sem valið hefði gengið algjörlega gegn mati nefndar sem metur hæfi þeirra sem sækja um dómarastöður.

Útvarpið hafði eftir Árna í dag, að  greinilegt væri að mat hans á reynslu Þorsteins úr dómsmálaráðuneytinu væri annað en mat nefndarinnar. Í slíkum tilvikum bæri honum að fara eftir eigin mati.

****ágætis grein eftir Helga Hrafn Gunnarsson inná http://helgihg.blog.is/blog/helgihg/entry/398368/

skrifað þann 23.12 árið 2007

ps. til hvers þá að vera að eyða péning í að halda uppi nefnd sem svo ekkert mark er takandi á ? og af hverju þurfti Árni að hafa einhverja sérstaka skoðun á þessari héraðsdómaraveitingu.  Af hverju var mat hans á reynslu Þorsteins úr dómsmálaráðuneytinu önnur en mat nefndarinnar ?  Hvað var það eiginlega í reynslu Þorsteins úr dómsmálaráðuneytinu sem gerði hann hæfari í stöðu héraðsdómara.  Hvar er það apparat í stjórnkerfinu sem getur komið í veg fyrir svona augljós hagsmunatengsl og spillingu.  Á sitjandi dómsmálaráðherra að ráða frekar einhvern sem hann þekkir í stöðu héraðsdómara, heldur en einhverja sem hann þekkir kannski ekki vel persónulega, en eru þó taldir hæfari að mati nefndar sem fjallar um málið.  Af hverju komst Árni upp með þetta ?  Af hverju lét ég sjálfur, þingið og þjóðin svona augljósa spillingu viðgangast fyrir framan nefið á sér ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni þessi Mathiasen,er einn mesti óþurftarráðherra sem setið hefur á Alþingi.

Númi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband