Hvar er og var umræða í Ríkissjónvarpi landsmanna ?

Pólitísk umræða.....hagfræðileg umræða.....þjóðfélagsumræða......umræða um stöðu þjóðkirkjunnar....umræða um EB ?...umræða um gjaldmiðil.......þar sem t.d. 5 aðilar koma saman, hver með sínar skoðanir á tilteknu umræðuefni.

 Mín tilfinning undanfarin ár er sú að í Ríkissjónvarpi landsmanna hafi gilt einnar skoðunar hugmyndafræði undanfarin ár. 

Hugmyndafáfræði hafi verið haldið við og fólkinu í landinu komið niður það stig, að auðvelt væri að reka það áfram einsog hjörð.  Skoðanir fólksins sem vinnur á fréttastofunni, hafa ráðið, því þeir sem þar starfa, velja viðmælandann og skoðanir viðmælandans, virka á þá sem lítið pæla sem eina rétta skoðunin, því þeir treysta fréttamanninum til þess að ræða við þann, sem er fulltrúi yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar og yfirleitt aldrei er talað við einhvern sem er á annarri skoðun.   

"Kæru landsmenn ekki vera að hugsa, látiði bara stóru strákana um þetta...Þeir kunna sitt verk...

Ég vil fá ný andlit í Ríkissjónvarpið sem fyrst.  Lýðræðisleg og frískleg andlit fólks, sem tilbúið er að gefa okkur breiðtjaldsmynd af Íslensku samfélagi, einsog strákurinn í Vestmannaeyjum sagði : "Við gerum nú margt annað en að spranga í Vestmannaeyjum, en fólk virðist líta á okkur eins og við höfum stokkið útúr ferðabæklingi, sem það fékk á bensínstöðinni"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband