Er möguleiki á að Rússar gangi Í EB ?

EvrasiaEkki bara Íslendingar.  Heldur að allir Evrópumenn sameinist í einu bandalagi.  Rússar eru jú Evrópuþjóð, ekkert síður en Úkraínumenn.  Pétur mikli stofnaði Pétursborg við Eystrasalt í den, vildi opna glugga til vesturs og saga Rússlands er samofin sögu Evrópu.

Skilyrði til að Rússar gætu þetta, væru þau sömu og fyrir Tyrki, aukið lýðræði, sem væri hagstætt fyrir Evrópu og Rússa.  Rússar eru í klemmu, þeir geta ekki keppt við Bandaríkjamenn í vígbúnaðarkapphlaupi og byggt á sama tíma upp innviði landsins.  EB og Rússland myndu losna við spennuna, sem er á landamærum veldanna, bæði í Kákasus og í A-Evrópu, þar sem Bandaríkjamenn vilja koma upp eldflaugaskotpöllum, sem beint er að Rússlandi, Kína, Mið-Austurlöndum og Indlandi.  EB myndi auka stöðugleika í austur og geta losað sig við bandarískan her frá Evrópu og mögulega myndu verða fólksflutningar austur á bóginn, svipað og Hitler og Napóleon hugsuðu sér, en þó undir öðrum formerkjum, núna byggt á friðsamlegri sameiningu og lýðræði.  Rússland er ótrúlega stórt land.  Það nær yfir 40% af heildarlandflæmi Evrópu, meira en einn áttunda af þurrlendi jarðar, er stærsta land í heimi, en hefur þó einungis 142 milljónir íbúa, en EB um 500 milljónir.  Svæðin í austri, syðst,  bjóða uppá mikla möguleika.  Rússar kalla þau Austrið  og hafa gert kvikmyndir, sem örugglega fáir hafa séð, sem þeir kalla Austra, svipað og Bandaríkjamenn með sína Vestra.  Mér datt þetta svona í hug, á þessu Sunnudagskvöldi, þegar ég nennti ekki að pæla meira í Íslenskum efnahagsmálum og þeim lítilmótlegu persónum, sem þar koma við sögu.  Hægt er að smella á myndina, til að sjá þetta betur á kortinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband