14.12.2008 | 14:19
Söngfugl ódauðleika og eilífrar æsku
Hver skyldi vera sá fugl sem konungar og ævintýramenn leituðu sem ákafast að en fundu eflaust aldrei ?
Eða ef þeir fundu hann var þetta þá einn af þeim fuglum sem getið er um í Þúsund og Einni Nótt ?
Söngfugl ódauðleika og eilífrar æsku, draumafugl skálda og hirðmanna, konunga og keisara.
Sá fugl sem flýgur útúr kyrrlátu hjarta hins þjakaða og sveimar um hangandi garða Babýlóníuborgar.
Fremsti söngfugl jarðar er allavega Ástralski Lýrufuglinn, sem hefur alþjóðlegt, reyndar yfirþjóðlegt próf í raddkúnstum. Stél hans undirstrikar Póetískar tilhneigingar hans og það er eins og skáld hafi skapað hann, nema hann skáldi þetta bara allt sjálfur eða sé svo samofinn umhverfi sínu að ekki sé hægt að skera sundur þar á milli. Meðal þess sem hann hermir eftir eru vélsagir skógarhöggsmanna og máski telur hann þá ekkert ónáttúrulegri í eyðingu skógarins en skógarelda, heldur eflaust að í réttu jafnvægi, þá hafi enginn skaða af.
Með honum í þessu Youtubebroti er furðufuglinn David Attenborough, en einnig Ástralskur fugl sem ber nafnið Hláturfugl, því hann er síhlæjandi allann daginn og ef hann er ekki hlæjandi, þá gæðir hann sér á froskum og öðrum prinsum í álögum.
Athugasemdir
ekkert smá flott..
Óskar Þorkelsson, 14.12.2008 kl. 18:33
Takk fyri það Óskar
Máni Ragnar Svansson, 14.12.2008 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.