Sjóræningjamynd hvað annað ?

Á ferð minni gegnum tímann og veruleikann hef ég haft einna mest gaman að sjóræningjamyndum, þar sem skemmtilegir bardagar koma við sögu og dásamlega fagrar konur, en undanfarið hef ég þó orðið var við þann anda meðal hluta almennings sem í þannig myndum býr og það er alveg frábært.  

Ríkisstjórnarsamstarfið minnir þó á lélega þannig mynd, ekki B-mynd heldur svokallaða Ö-mynd eða ÖMURLEGA-Sjóræningja-Ómynd 

Eru skipin ekki að leggjast hvort að öðru og síðan er krókunum kastað, svo festast þau saman í faðmlagi dauðans, enginn tími fyrir kossaflens þar eins og í upphafi ?

Eða verður einhver (hver ?) látinn ganga plankann ?

Eða er hafið kannski ekki tilbúið að taka við þessu ómeti ?

 

Myndbrotið sýnir Kalifornísku söngkonuna Alela Diane syngja lagið The Pirate´s Gospel. 

Mér datt svona í hug Nauthólsvík þegar ég sá þetta brot áðan og fyrst að Jésú gat gengið á vatni, hljóta Hafmeyjur að geta gengið á land úr hafinu og inní Reykjavík, hina Norrænu "Borg Englanna" og fært henni að gjöf silfur hafsins, kuðunga, skeljar og aðrar gersemar og fiskanna okkar sem við áður veiddum í friði og spekt, án þess nokkur skipti sér af því né taldi sína einkaeign.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband