Lífvera - Spendýr - Mannvera

Í dag datt mér í hug að líta fyrst og fremst á mig sem Lífveru, en ekki bara sem Mannveru, Karlveru, Fjölskylduveru eða Þjóð (félagsveru).

Það fyrsta sem ég tók eftir hjá mér sem Lífveru er að ég anda og gæti þessvegna haft "anda" (spirit).

Það næsta er að ég hef hjarta.  Ég finn það slá og pumpa blóði um mig allann, sannkölluð "Lífsbjörg".  Stundum hitnar blóðið í mér, t.d. þegar ég er reiður (ó boy) sem gerist reyndar örsjaldan, kannski ætti ég að vera reiður yfir hvað ég verð sjaldan reiður ?   En annars eru svo margar aðrar hræringar, reiði er bara nauðvörn, frumstæðasti varnarháttur manna og dýra.  Húmor og ákveðni eru til lengri tíma litið vænlegri brögð í allri baráttu.  Svo hitnar blóðið líka þegar tónlist fær mig til að hrista útlimina í allar áttir og þegar einhver grætur og þegar einhver hlær.

Á undan því að vera mannvera er ég auðvitað Spendýr með heitt blóð.

Raunverulega er ég eitt stórt samvinnufélag allskonar fruma og líffæra, sem færðu mig í þennann búning sem ég er.

Ég er þessi líkami sem stöðugt breytist og að lokum hverfur.

Svipað og Kanína úr pípuhatti töframanns sem enginn veit hvernig birtist og síðan "púff" horfin, oní pípuhattinn á hverri nóttu, inn í land draumanna, sem líkt og á daginn hýsir ýmiskonar verur, bæði fráhrindandi og einnig þær sem maður myndi vilja eyða öllum tímanum með í friðsæld, glaðværð og hlýju.

Þetta eru töfrar og til að undirstrika það færast munnvik mín upp báðumegin og ég brosi.

Það eru engar beinar línur til nema í reikningsbókum, allt sveigist í tíma, því ef það hefur enga sveigju þá hefur það enga beygju.  Sveigjanleiki án undanlátssemi og ákveðni án eftirgjafar vil ég tileinka mér sem Lífvera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skemmtilegur lestur, takk fyrir mig.

Óskar Þorkelsson, 7.12.2008 kl. 21:58

2 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Það er Sunnudagur Óskar og ekki annað hægt en að reyna að skemmta sjálfum sér og öðrum

Máni Ragnar Svansson, 7.12.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já það er frábært þegar við förum að pæla í okkur sjálfum.

Hvers vegna var ég tímabundið hrædd við kyrrstæða bíla í bílastæðum sem halla út að götunni sem ég gekk eftir. Þessi ótti minn stóð í rúmt ár.

Svo var ég á leið heim í mat, ég hitti manneskju við brúarsporð og við segjum nokkur orð, ég held yfir brúna inn á opið svæði og lít upp. Það er brekka á vinstri hönd og þar fyrir ofan gata.

Hinum megin við götuna er hús og hallandi bílastæði. Þar var lagt stórum jeppa, ekki handbremsu, jeppinn fer af stað yfir götuna og ég sé hann koma æðandi niður brekkuna.

Ég send stjörf, bíllinn stefnir á mig, en rekst á runna og beygir frá mér. Hann endar í  lækjarfarvegi aðeins neðar. Ég hleyp af stað, bíllinn er mannlaus, fer heim í sjokki en ómeidd.

Óttinn við kyrrstæðu bílana hvarf, hvers vegna. Nokkur orð við kunningja björguðu mér frá slysi eða dauða. Óttinn lét mig líta upp og ég stoppaði.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.12.2008 kl. 23:59

4 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Skemmtileg pæling! Allt of sjaldan sem maður leiðir hugann að þessu.

Anna Karlsdóttir, 8.12.2008 kl. 00:30

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Geir Haarde hefur alvald til þess að halda núverandi pólitískum öflum við völd út kjörtímabilið. Við losnum ekki við þessa spilltu stjórnmálamenn sem þiggja mútur frá auðmönnum, í formi boðsferða í snekkju Jóns Ásgeirs, leynistyrki í kosningasjóði, hálauna störf fyrir börn og ættingja eða aðkomu þeirra að stjórnum fyrirtækja, jólagjafir osfr, nema að gera byltingu.

Við getum valið um að láta þetta lið hneppa börnin okkar í ánauð eða að gera byltingu. Svo einfalt er málið.

Það er alvarlegt mál að Geir Haarde og hans lið setur milljóna skuldir á bak hvers einstaklings sem birtist á fæðingadeildinni.

Burt með ríkisstjórnina, við viljum hreint og óspillt Ísland.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.12.2008 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband