14.12.2008 | 13:29
Ljóð um frelsið og hláturinn sem lengi lifir
Fangi NB-262
Lokið mig inni í
þúsund ár
og þegar þið opnið dyrnar
mun ég koma út brosandi
sagði fangi NB-262
Og eftir þúsund ár
voru dyrnar opnaðar
og hann steig út brosandi
Af hverju brosir þú ? Spurðu þeir
Því hér eruð þið enn og
trúið því ennþá að þið
getið ekki orðið frjálsir
Þegar það í rauninni
er það eina sem þið getið ekki
er að þið getið ekki
"ekki verið frjálsir"
Við þessi orð fór allur hópurinn
að hlæja og þessi skellihlátur
breiddist út til nágrannabyggða
og svo annarra nágrannabyggða
þangað til að allir menn á jörðinni
höfðu fengið snert af þessu hláturkasti
meira að segja andfúll krókódíll
á ánni Níl
upplifði það að hlæja
í fyrsta sinn
og honum varð svo mikið um
að hann ældi uppúr sér önd sem hann
hafði gleypt í hádegismat
Öndin flögraði uppá bakkann
og tók að leika þær listir
að horfa með báðum augum
í einu á nefbrodd sinn
höfðu menn í nágrenninu af þessu
hina mestu skemmtan
Þessi dagur var síðan haldinn
hátíðlegur og kallaður
"Dagur hinna miklu hlátra"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.