Vélbrúða veruleikans

Paul Citroen var Þýskættaður Hollenskur listamaður, best þekktur fyrir samklippimynd sína "Metropolis" sem innspíraði Fritz Lang í að gera hina klassísku mynd sína "Metropolis" árið 1926.

Hann fæddist á þessum degi  15. desember árið 1896 en dó 13.mars 1983, lærði við Bauhaus skólann, þar sem hann var í kennslustundum hjá Paul Klee og Wassily Kandinsky (sem ég held mjög uppá sjálfur og hafði myndir eftir útum alla veggi í bernsku sonar míns) og Johannes Itten. (heimild Wikipedia Paul Citroen)

Myndbrotið er úr mynd Fritz Lang "Metropolis" og ég finn ákveðinn samhljóm í því í mínum huga við efnivið nýútkominnar bókar Guðrúnu Evu Mínervudóttur "Skaparinn"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband