22.12.2008 | 18:26
Let it Roll Baby Roll
Vanhæfi eða Vangefni Fjármálaeftirlits ?
Auðvitað á Forsetinn ekki að staðfesta fjárlögin, því þetta eru bara Rollulög.
Kann einhver að Jarma ? Er allt bara FjárlagaÞarmaKarma.
En hafa skal ein lög fyrir Rollur og önnur fyrir Menn, sagði lögspekingur á 12. öld
Bestur jólalögin hingað til:
Fitulagið og Rollulagið en þó finnst mér þetta lag að ofan betra.
Let it Roll Baby Roll.
Hengilásar og forsetakaffi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- steina
- hugdettan
- nordurljos1
- kreppukallinn
- imbalu
- einarolafsson
- ipanama
- gbo
- rutlaskutla
- amman
- mosi
- ransu
- heidistrand
- graenaloppan
- siggi-hrellir
- volcanogirl
- lehamzdr
- halkatla
- skari60
- tibet
- skarfur
- astroblog
- kulan
- lauola
- svanurg
- snjolfur
- birgitta
- agny
- jenfo
- thj41
- einari
- hosmagi
- nonniben
- hlynurh
- lillo
- katrinsnaeholm
- taoistinn
- brjann
- helgafell
- veffari
- jam
- athena
- vilhjalmurarnason
- jorg
- heimskringla
- nanna
- egvania
- strida
- stjaniloga
- kreppan
- fridust
- jensgud
- disdis
- dizadj
- omarragnarsson
- tigercopper
- hallarut
- gretaulfs
- larahanna
- killjoker
- markusth
- vilborg-e
- kaffi
- hjolina
- leifurl
- saemi7
- toshiki
- haukurn
- berglist
- runirokk
- kikka
- robertb
- dofri
- percival
- semaspeaks
- dorje
- jsk
- thoragud
- bjarnihardar
- saedis
- holmdish
- aevark
- ews
- bjarkey
- eddaagn
- photo
- sailor
- skulablogg
- hannah
- gisgis
- gudrunmagnea
- steinibriem
- dj-storhofdi
- beggibestur
- gullvagninn
- vglilja
- tolliagustar
- mariakr
- oktober
- gudmundsson
- hleskogar
- nimbus
- susannasvava
- torduringi
- jonnnnni
- madddy
- tilkynning
- thuridurbjorg
- neo
- skessa
- lydurarnason
- bogi
- roggur
- prakkarinn
- bryum
- bylting-strax
- andreaolafs
- mberg
- kari-hardarson
- ingibjorgelsa
- gammon
- ippa
- gorgeir
- duna54
- eggmann
- egill
- vefritid
- drum
- bofs
- biggijoakims
- gattin
- bui
- hugsadu
Athugasemdir
Ekkert me hér.
Rut Sumarliðadóttir, 22.12.2008 kl. 19:06
Nei ég veit það Rut Þú ert eflaust eins og ég, geri stundum smáeftirhermu þegar ég heyri kind jarma einhversstaðar uppí sveit, bara svona að stríða en svona dags daglega hérna í Reykjavíkinni þá jarma ég ekki því það er ekki mitt karma að jarma.... svoleiðis er það nú bara en hafðu það annars gott um jólin Rut og lifðu heil.
Máni Ragnar Svansson, 22.12.2008 kl. 20:34
Sömuleiðis, ég er líka svona lítið hjarðdýr.
Rut Sumarliðadóttir, 22.12.2008 kl. 21:12
Auðvitað Rut, hef aldrei efast um það, þér fylgir nú meiri viska en svo að þú látir plata þig framaf bjargbrún, gömul og geislandi sál með hjartað á réttum stað. Man eftir að ég las um fjárhunda sem gæta hjarða uppí háfjöllum Tyrklands. Þorpsbúar skilja þá eftir með hjörðinni og aldrei snerta þeir hár á höfði hennar en veiða sér til matar og gæta hennar án umsjónar manna svo vikum skiptir og heilu mánuðina. Þegar eigandi hjarðarinnar kemur að vitja hennar eru fagnaðarfundir, milli þess sem gætir og þess sem á.
Minnir mig á vísdómsorð Bókarinnar Um Veginn eftir Lao-Tse:
XXIII. Í Samræmi Við Alvaldið.
1. Sá sem fylgir sanneðli sínu, hefur taum á tungu sinni.
Ofsaveður helst ekki til næsta dags og hellirigning ekki allann daginn.
Hvortveggja er af völdum himins og jarðar. Himinn og jörð eru hvikul í
starfi sínu, en maðurinn miklu fremur.
2. Sá, sem er í samræmi við Alvaldið í verkinu, mun sameinast því.
Sá, sem leggur stund á dyggðina, sameinast henni, en sá, sem lifir í
löstum, sameinast þeim.
3. Þeir, sem eru í samræmi við Alvaldið. munu hljóta þá heill, að Alvaldið
taki sér bústað hjá þeim. Þeir, sem eru á vegi dyggðarinnar, hljóta þá
heill, að dyggðin tekur sér bústað hjá þeim. En þeir, sem eru á
lastavegi munu hljóta fyllingu lastanna.
Engum er treyst, nema hann sýni traust.
Þetta eru ekki innantóm orð, því bókin er einstaklega stutt og samræðan í henni er á milli Ástar og Dauða og Dauða og Ástar. Þeirra tveggja þátta mannlífsins sem skapa höfuð andstæðurnar sem skilja á milli þess sem stuttlega er minnst á í sömu bók:
XX Öðruvísi En Hinir.
Munurinn á líkum og vissu er ekki mikill. En hyldýpi er á milli góðs og ills.
.... Það sem mér finnst best við þessa litlu bók, er það að ég þekki engann annann Taóista, það er enginn trúflokkur sem reynir að heilaþvo mig, bara þessi gamli Kínverski vitringur, ég að lesa bókina og hann sem segir frá. Fyrir mér er hann eins og Langafi minn, vill mér vel og ég get treyst honum fullkomlega. Annað að Halldór Laxness skrifar formálann og flestir Íslenskir andans menn á fyrri hluta tuttugustu aldar dýrkuðu þessa bók og reyndu að fylgja í vilja fram speki hennar, enda margt furðulegt í tengslum Kínverskrar forsögu og Íslenskrar. Man eftir að ég las ferðabók eftir Íslending, man bara ekki lengur eftir hvern, þar sem hann sagði frá þegar hann hitti Búddamunk við musteri í Kína og munkurinn fór að spyrja hann hvort hann myndi ekki eftir samvistum þeirra í öðru lífi og nefndi nöfn hinna og þessara Íslendinga sem ferðasögumaðurinn kannaðist ósköp vel við frá 13. öld. Las líka dagbók afa míns frá Kínaferð hans á sínum tíma og þar fannst mér athyglisverðast að hann segir frá einveru sinni í stutta stund inn í helli Búddamunka, og að allt í einu heyrir hann kallað útúr þögninni, nafn sitt, upphátt og tindurrskýrt og það bergmálaði um hellinn og um sálu hans og hitti eflaust einhvern punkt og einnig sagðist hann hafa hitt þar fegurstu kvenpersónu á ævi sinni, en Kína er auðvitað stórt og fjölmennt land og við erum hlutfallslega fegurri og gáfaðri en þeir Ætlaði ekki að hafa þetta svona langt. Langaði bara að festa þetta á blað eða skjá réttara sagt. Finnst bara merkilegast við þessa bók að Halldór Laxness ritar formálann en sá skemmtilegi fýr dvaldist einnig í katólsku klaustri í Frakklandi á sínum tíma og hjarðdýr var hann ekki frekar en við Rut blessaður kallinn
Máni Ragnar Svansson, 23.12.2008 kl. 00:51
Takk félagi,
eignaðist þessa bók fyrir löngu síðan en hún liggur og safnar ryki þessa dagana, þarf kannski að taka hana fram. Gamli hippinn
Gleðileg jól.
Rut Sumarliðadóttir, 23.12.2008 kl. 12:16
Gleðilega jólahátíð. Megi guð og gæfa fylgja þér og þínum um ókomna tíð!
Tiger, 24.12.2008 kl. 22:29
Sama bara yfir til þín Tiger og megi bara það sama fylgja öllu og öllum sem þér tengist og einnig sjálfum þér. Hef verið í tölvufríi síðan á Þorláksmessu en betra er seint en aldrei að þakka fyrir innlitið Rut, Halldór Laxness orðar þetta skemmtilega í formála sínum í Bókinni Um Veginn: "Sá sem flettir bókinni um taó í fyrsta sinn á bágt með að verjast hlátri, en við annan lestur hlær hann að sjálfum sér fyrir að hafa hlegið hið fyrra sinn; þegar hann les bókina í þriðja sinn kemst hann að þeirri niðurstöðu að fræði af þessu tagi muni vera meira en lítið þarfleg núna." Síðan segir Halldór: "Ætli þetta núna geti ekki átt við hvaða tíma sem er ?" Ég er sammála honum, því þetta er eiginlega það (trúar?)rit sem minnir mest á barnabók en eins og í öllum góðum ævintýrum er djúpur undirtónn alvöru og stjórnvisku innifalinn. Stutt og laggóð bók fyrir gamla hippa og aðra Rut
En annars vil ég bara óska ykkur báðum árs og friðar og lifið heil
Máni Ragnar Svansson, 28.12.2008 kl. 20:59
Gleðilegt ár HEEE
Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.12.2008 kl. 01:50
Ég þarf greinilega að fara að draga fram bókina um veginn sem er einhvers staðar upp í hillu! Gleðilegt ár!
Anna Karlsdóttir, 31.12.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.