5.1.2009 | 13:43
Nú verður sko rokkað feitt
Aldrei fór ég vestur..... en nú fer ég vestur á Ísafjörð um páskana. Þarna býr krafturinn dirfskan og galdrarnir.
En skemmra er í styrktartónleika Disneyland After Dark á Nasa 24 Janúar. Einsog segir á forsíðu Fréttablaðsins í dag tengjast tónleikarnir samtökunum "Because we care" en í þeim eru danskir listamenn sem hafa nú þegar safnað átta milljónum króna sem renna til styrktar nauðstöddum Íslendingum, ellilífeyrisþegum og námsmönnum, í Danmörku.
Enginn frétt er um D-A-D á mbl.is
Það er til háborinnar skammar hvernig haldið hefur verið á málum með Ellilífeyrisþega og Námsmenn í Danmörku. Skammist ykkar og víkjið úr sætum. Burt með ykkur.
En fyrst von er á Disneyland After Dark hingað þá fer þetta að rokkast uppávið.
Man vel eftir hvað maður fílaði þetta lag þeirra í botn á sínum tíma "Sleeping My Day Away" sem birtist í myndbrotinu og tekið er á tónleikum þeirra í Esbjerg í Danmörku árið 2005.
Aldrei fór ég suður um páskana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vestfirði, ættuð þaðan í móðurætt og hef búið þar í nokkur ár, fallegasti hluti af landinu, ekki spurning.
Rut Sumarliðadóttir, 5.1.2009 kl. 14:13
Takk Máni
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.1.2009 kl. 16:24
Maður er svo péningalaus að kannski verður bara farið á puttanum um páskana. Þegar ég var 15 ára vann ég í Súðavík heilt sumar og á hverjum föstudegi var húkkað far á Ísafjörð og skemmt sér fram á rauða nótt alla helgina allt sumarið hú hú Ef það eru góðir tónleikar þá hindrar mann svo sem ekkert, hvorki fjöll né firnindi. Ég er líka ættaður í móðurætt úr villta vestrinu Rut. Hef bara ekki komið þarna svo lengi, en mér finnst Ísafjörður skemmtilegasti bærinn utan Reykjavíkur og svo var ég í sveit á næsta bæ við Súðavík, í litlu koti með Ömmu og Afa, en nánast engum dýrum nema 50 kindum, slatta af hænum, og músum og svo rérum við til fiskjar og fuglarnir flögruðu um öll tún og fjörð. Aðalbláber með rjóma og vindþurrkaður harðfiskur úr hjalli sem maður mýkir með lítilli sleggju á steini eru besti matur sem ég hef nokkurn tíma smakkað. Himneskt Lifið báðar Rut og Jakobína hressar og glaðar
Máni Ragnar Svansson, 5.1.2009 kl. 20:06
Nú væri ég til í nýbarinn harðfisk með sméri
Hólmdís Hjartardóttir, 6.1.2009 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.