10.1.2009 | 20:54
Innrás í Ísrael
Hverjir eru terroristar ? Erum við t.d. terroristar við Íslendingar ?
Eina ríkið sem hefur yfir kjarnorkuvopnum að ráða í Miðausturlöndum er Ísrael og í skjóli þeirra og hátæknivopnabúrs í boði Bandaríkjanna sýna þeir endalausa frekju og yfirgang. Byggja öryggismúra fyrir ótrúlegar fjárhæðir og loka fólk af á Gasasvæðinu. Aðskilnaðarstefna Ísraelskra stjórnvalda er verri heldur en sú sem ríkti lengi í Suður-Afríku, miklu verri. Þarna á sér stað algjört hugmyndafræðilegt þrot og skipbrot Ísraels ríkis. Rökþrot.
Er ekki kominn tími á innrás í Ísrael ?
Til að koma á varanlegri lausn á þessu svæði.
Á N-Írlandi tókst að koma á friði með friði.
En ég get ekki séð aðra lausn en innrás í Ísrael og ég efast ekki um að stjórnvöld margra Evrópuríkja og annarra ríkja vítt og breitt um heiminn eru að hugleiða það sama.
Það þarf að taka Kjarnorkuvopnin frá þeim með valdi, því virðast ekki vera til í samninga um eitt né neitt. Þessi sífelldi ófriður í Miðausturlöndum er alltof kostnaðarsamur fyrir heimsbyggðina, fyrst og fremst í mannslífum og samfélagslegum skaða bæði í Ísrael og meðal Palestínsku þjóðarinnar, en hefur einnig truflað alla þróun í þeim ríkjum sem aðhyllast Múhammeðstrú.
Skotið á óbreytta borgara í Jabaliya? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vonast eftir því að Pútín sjái sé leik á borði og planti svartahafsflotanum fyrir framan Gaza og lýsi því yfir að palestína sé undir verndarvæng Rússa...
Óskar Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 21:15
Ef þetta væri eitthvað annað ríki sem virti ekki tilmæli Öryggisráðsins, bombaði skóla á vegum Sameinuðu Þjóðanna, hunsaði Rauða Krossinn...o.s.frv, bara eitthvað annað ríki en Ísrael væri þá ekki búið að sameina kraftana og ráðast inn í það ? Bandaríkjamenn sátu hjá í Öryggisráðinu á dögunum. Utanríkisstefna þeirra er alveg komin útá enda. Það hlýtur að verða einhver stefnubreyting. Það er ekki skynsamlegt að Rússar geri eitthvað einir eða aðrir.
Þetta hangir á sömu spýtu og Afganistan og Íran, Pakistan o.fl Það yrði auðveldara að leysa önnur mál tengd öðrum Múhammeðstrúarríkjum ef þetta Ísraelsvandamál væri leyst í eitt skipti fyrir öll.
Máni Ragnar Svansson, 10.1.2009 kl. 22:53
Hér er mynd sem sýnir ástæðuna fyrir innrás Ísraela. Ímyndið ykkur hvað myndi gerast ef að NATO ríki yrði fyrir svona árásum, haldið þið að hefndaraðgerðirnar yrðu eitthvað minni heldur en hjá Ísraelum?
http://upload.wikimedia.org/wikipedia/en/2/28/Rock_mort_gaza_2008.JPG
Að meðaltali 19 eldflaugaárásir á dag það er eflaust ekkert sem að vestræn ríki myndu hefna fyrir, því yrði í besta falli svarað sameiginlegum NATO herafla sem væri eflaust stærri en IDF (Ísraelsher) í heild sinni og í versta falli yrði slíkum árásum svarað með kjarnorkuvopnum.
Við gætum til dæmis ímyndað okkur að framdar væru að meðaltali 19 hryðjuverkaárasir á Íslandi á dag, alveg sama hvert mannfallið væri þá efa ég að tónninn í mönnum væri sá sami og er nú yfir aðgerðum Ísraela heldur tel ég þvert á móti að krafan væri eflaust sú að NATÓ svaraði árásunum strax og það af fullum krafti.
Hvað varðar innrás í Ísrael þá væri það algjör fásinna að ráðast á eina ríkið á þessu svæði fyrir utan Tyrkland sem er byggt á hugmyndum lýðræðislegra stjórnskipan, vestrænu réttarkerfi og trú og félagafrelsi.
Ef Ísrael verður lagt í eyði þá verða sharialögin alráðandi stjórnskipan í Mið-Austurlöndum. Einræði, trúarlegarofsóknir, kúgun kvenna og réttarkerfi þar sem geðþótta ákvarðanir öfgasinnaðra klerka eru lög, þetta eru allt hlutir sem einkenna öll helstu nágránnaríki Ísrael og þetta eru hlutir sem eiga ekki heima á 21. öldinni.
Mun eðlilegra væri að efla Ísrael með því að innlima ríkið í NATO og athuga hvort það dugi til þess að draga úr árasargirni nágrannaríkjanna.
Það er reyndar rétt hjá þér að í N-Írlandi tókst að koma á friði. Friður komst á í N-Írlandi eftir að IRA gerði sér grein fyrir því að tekið yrði á þeim á nákvæmlega sömu hörku og tekið hefur verið á hryðjuverkamönnum í Gaza, Afganistan og Írak. Semsagt af ótta við átök sem þeir vissu að myndu aðeins enda með hörmungum ákváðu IRA menn að það væri betra að fara pólítísku leiðina.
Sú taktík að hóta og jafnvel beita ofurafli virðist samt ekki virka jafnvel fyrir botni miðjarðarhafs og hún gerði í N-Írlandi, þó ber reyndar að nefna að dregið hefur gífurlega úr ofbeldi í Írak upp síðkastið og þá sérstaklega efitr að Bandaríkjamenn fóru að beita hátækni á borð við Predator og Reaper UAV flugvélar.
Hvað varðar þá fullyrðingu þína að Ísrael hafi truflað alla þróun í ríkjum sem aðhyllast múhammeðstrú þá veit ég bara því miður ekki hvaða þróun þú ert að tala um, nema kannski að þú lítir á það sem jákvæða þróun að Wahabismi og sharíalög verði alráðandi stjórnskipunarform í þessum heimshluta.
Að lokum legg ég til að þú skoðir sögu Ísrael ríkis áður en þú tjáir þig frekar um þetta málefni. Sagan segir manni nefnilega margt merkilegt eins og t.d. það að arabar hófu þetta endalausa stríð við Ísrael, ekki öfugt, árið 1948 þegar þeir réðust á hið nýstofnaða ríki aðeins einum degi eftir stofnun þess. Eftirfarandi ríki réðust á Ísrael árið 1948: Egyptaland, Yemen, Írak, Sýrland, Jórdanía, Líbanon og Saudí Arabía (auk reyndar hinna ýmsu skæruliðasamtaka Palestínumanna).
Palestínumenn "flúðu" sjálfviljugir í flóttamannabúðir í nágrannaríkjunum í þeirri trú að stríðinu myndi ljúka með skjótum og algjörum sigri araba, en þá gætu þeir snúið aftur til heimalandsins og stofnað Palestínuríki.
En kannski vinstrimenn hafi bara rétt fyrir sér, það er eflaust rétt að sharialögin sú bara hið besta má og skaði engann, auk þess þá er eflaust fyrir bestu að leyfa bara öfgassinnuðum islamistum að ljúka því verki sem Adolf Hitler byrjaði. Eða hvað?
Hafsteinn (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 23:25
Geysp Hafsteinn.. stóóórt geysp
Óskar Þorkelsson, 11.1.2009 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.