10.1.2009 | 22:14
Son of Nun
Hér tjáir "Son of Nun" sig ásamt ýmsu rappáhugafólki.
"Free Palestine"
Barátta Paletínsku þjóðarinnar fyrir mannsæmandi lífi er ekki bara þeirra barátta, heldur er þetta bara hluti af baráttu allra manna fyrir mannsæmandi lífi og að sýnd sé virðing fyrir menningu þeirra bæði sem einstaklinga og hópa og að hafa tilverurétt, pláss fyrir sig og fjölskyldu sína, vini og vandamenn án þess að á sér sé troðið eða sprengju varpað á húsið.
Ef Bandaríkjamenn fara ekki að breyta stefnu sinni í utanríkismálum og einnig Bretar, þá get ég ekki séð að Evrópuríkin eigi lengur samleið með þeim. Það er engin skýr stefnumörkun nema "War on Terrorism" og hvað segir það okkur nema að það "geta" allir verið óvinir(Íslendingar = Terroristar ?) og þetta er ekki stefna, heldur skipbrot, stefnuleysi og úrræðaleysi. En kannski fyrst og fremst hugleysi svipað því sem Ísraelsmenn sýna innikróuðum Palestínumönnum á Gasa. Bandaríkjamenn bera mesta ábyrgð í þessu máli öllu því það eru þeir sem hafa í áratugi stutt Ísrael og það eru þeir sem geta sett þeim stólinn fyrir dyrnar.
Fosfórský á Gasasvæðinu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.