4.2.2009 | 22:06
Smánarlaun !
Mér finnst lágmark að þessir menn fái allavega lágmarkslaun fyrir vel unnin störf.
2 Milljarðar á mánuði + að Davíð fái að eiga Seðlabökunarhúsið og búa í því til æviloka.
Margir hafa viljað taka hann í bakaríið en svoleiðis fólk bakar bara vandræði og ekki er það nú gott útræði né rétt útsæði að baka bara og baka svo úr verði drullukaka og hvernig á að skipta þá.
Það voru þessir menn sem bökuðu kökuna og nú verður að skipta henni réttlátlega og byrja á þeim sem skapað hafa mesta auðinn og gætt lambanna svo úr verði svo mörg spörð sem kostur er á.
Nú dugar ekki að spara spörðin þegar serðir að þjóðinni.
Nú duga engin smánarlaun.
Þessir menn eiga fjölskyldur einsog við og að mörgu er að hyggja þegar hátt er horft.
Nú líður senn að páskum og ekki viljum við troða þeim inní páskaegg einsog hverjum öðrum málsháttum.
Nei hingað og ekki lengra. Þessir menn eiga ekki skilið þau smánarlaun sem nú á að þeim að rétta af lítilmannlegum nirfilshætti og er landslýð til háborinnar skammar og sýnir einungis hvað menn sjá orðið illa gleraugnalausir þegar þeir kíkja í ríkiskassann.
Það er nóg til handa öllum en í guðanna bænum byrjum að údeila ofanfrá, því annars fer illa og þá er nú vont í túni og vindmyllusarg í eyrum og þröng á þingi og þyrsklingar í eyrum.
Biðlaunin áætluð 44 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hahahahahahah- þú léttir manni lífið í kreppunni ;)
Valey (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:24
Obama búinn að setja þak á ofurlaun, það mættu fleiri gera. Okkur veitir ekki af spauggleraugunum á tímum sem þessum núna
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.2.2009 kl. 01:26
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.2.2009 kl. 01:40
Gott ef maður getur létt eilítið lífið, bæði sjálfum sér og öðrum það er þess virði, með því fáa sem er í rauninni einhvers virði.
Var að hugsa í dag með þessi biðlaun, svona bara almennt séð.....ef einhver vinnur á kassa í Bónus og er sagt upp.....þá fær hann ekki biðlaun í 1 ár og þessvegna finnst mér að afnema ætti biðlaun......hér á að gilda jafnræði og væri ágætt ef launþegasamtök tækju þessa kröfu upp. Burt með biðlaun
Fylleprat.....áfallahjálp....illa með þá.....jú heldur betur
Máni Ragnar Svansson, 5.2.2009 kl. 17:49
Money, money, money
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 22:12
Þú ert greinilega svona frekar kaldhæðinn Það er ótrúlegt að menn sem hafa gert sig seka um alvarlega vanhæfni í starfi séu ekki sviptir rétti sínum til biðlauna! Fyrir utan það að biðlaun ætti ekki að greiðast nema eins og atvinnuleysisbætur. Þ.e.a.s. á þeim tíma sem líður frá því að t.d. ráðherra dettur út af þingi þar til hann fær launaða vinnu annars staðar. Af hverju heitir þetta annars biðlaun?? Finnst það hljóma eins og fínna orð yfir atvinnuleysisbætur
Rakel Sigurgeirsdóttir, 6.2.2009 kl. 04:18
doh......jú datt í smá kaldhæðni Rakel en vanalega er ég nú ekki kaldhæðinn, er búinn að temja mér vissa heithæðni, munurinn felst fyrst og fremst í að í heithæðni hefur maður samúð en í kaldhæðni ekki, en það gusast oft út úr manni skemmtileg steypa þegar maður er kaldhæðinn og það eitt útaf fyrir sig gerir hana þó einhvers virði.
Máni Ragnar Svansson, 6.2.2009 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.