Hólgeir Súkæ

Er búinn að vera að reyna að rifja upp nafnið á þessum tónlistarmanni í nokkra daga.  Man aldrei nöfn, því ég legg þau aldrei á minnið en man ólíklegustu tegundir af ilmi og svona mómentum og andlitum og tilfinningum og litum.......... 

En í dag rifjaðist upp fyrir mér nafnið: 

Holger Czukay 

með því að smella á linkinn að ofan er hægt að kynna sér þennann hámenntaða tónlistarsprellikarl sem mér finnst dálítið í útliti minna á Einstein.

Sumir myndu vilja Íslenska nafnið yfir í Hólgeir Súkæ og honum er eflaust sama.

Þannig að ég skellti mér bara í Laugardalslaugina í dag, því það er svo ódýrt og kúlt.

Cool In the Pool

Hólgeir hefur gaman af því að strauja, sparar líka hellings péning og líka að ferðast um á rúlluskautum.

Lagstúfum man ég alltaf eftir, sérstaklega þeim sem maður getur flautað einsog þessum:

Photo Song

Í Laugardalslauginni í dag þegar ég var búinn að skella fötunum í skápinn, fór ég að flauta lagstúf á leið í sturtuna og í sturtunni.  Ekki þó þennan, heldur einhvern sem ég auðvitað man ekki nafnið á......he he

þegar ég hætti augnablik að flauta heyrði ég að einhver annar var að flauta einhvern annann lagstúf og þennann tíma sem leið þangað til ég fór út og í laugina voru flautaðir að minnsta kosti 5 lagstúfar út um allann sturtuklefann en enginn talaði......mjög eftirminnlegt móment, bara svona áhyggjuleysi og ljúft flaut........eflaust ágætis byrjun á einhverju nýju. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg SoS

Finnst þetta mjög skemmtileg færsla hjá þér. - Þú ert heilmikill sögumaður og segir frá á mjög persónulegan hátt. Sjáðu, maður kemst soldið í ferðalag með þér, - á "hugarflug". Hef til dæmis aldrei fyrr verið inni í karlaklefa og karlasturtu í sundlaug fyrr. - Gaman! Sýnist þú vera efni í rithöfund, ef þú ert það ekki nú þegar. Myndböndin frábær og mikill húmor í karakternum. Hefurðu heyrt um "Half a man half a biscuit"! Bara nafnið kemur manni í gott skap.

Hlýjar kveðjur,

Ingibjörg SoS, 3.3.2009 kl. 08:42

2 Smámynd: egvania

 Skemmtileg tónlist Máni en er karlinn öðruvísi en við eru það ekki við sem eru öðruvísi en hann?

 Ég tek undir með Ingibjörgu ég hef aldrei farið í karlaklefann en hef aftur á móti ekki upplifað blístur hjá okkur konunum.

 Ekki heldur samtöl við ókunnulega bara þögn furðulegt það svo er sagt að við tölum stanslaust !

egvania, 4.3.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband