Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
29.9.2007 | 03:02
Stríð eða Friður
Stríð og friður. Var það ekki Tolstoy sem samdi bók með þessu nafni og í tveim bindum??
Einsog Hollywoodmynd, en ég hef aldrei lesið hana, svona er bara fyrir rómantíkera.
Til grundvallar hugsun minni um stríð og frið í samfélaginu, legg ég til 4 grundvallareiningar:
Konur
Börn
Gamalt fólk
Karlmenn
Ef ekkert ógnar þessum grunneiningum samfélagsins, legg ég til frið
Ef eitthvað ógnar þeim, legg ég til stríð.
Annað til grundvallar, er að markmið þjóðfélagsins eigi að vera hin sömu og ríktu á dögum Neandertalsmanna. Homo Sapiens hafði tamið eldinn. Konur og Karlmenn löggðu til fæðu fyrir hópinn, til hagsbóta fyrir börnin og gamla fólkið. Eldurinn hélt villidýrunum frá, t.d rándýrum, sem leituðu að vetursetu í hellum. Konur og karlmenn elskuðu hvort annað. Gamla fólkið sagði sögur og hló að fíflalátum barnanna.
Það sem hefur breyst er að rándýrin, hræðast ekki lengur eldinn, því engin rándýr eru eftir, nema þau sem teljast til Homo Sapiens. Meðal kvennanna, barnanna, gamla fólksins og karlmannanna, við eldinn, dveljast rándýr sem eru af sömu tegund og hvernig eigum við að bregðast við þessari nýju hættu ????
Ég legg til Stríð, einsog Bob Marley sagði: Rise Up, Stand UP.
Það er enginn friður nema við losnum við þessa óværu...
Jesús sagði: Ég er ekki kominn til að boða frið, heldur sverð.
En hvað er sverð?????
Sverð hins góða stríðsmanns, er vopn sem þú beitir, til að verja samfélagið, karlmenn eru stríðsmenn, svo þetta á við að verja, konur, börn og gamalt fólk.(en í dag eru konur líka stríðsmenn, þær öfluðu líka fæðunnar áður fyrr, en karlmenn montuðu sig meira yfir veiðiferðum(he he)
Herútkall!!!!!!!!!!!
Verjum þau gildi sem gerir okkur að Homo Sapiens
Tryggjum velferð Karlmanna, Kvenna, Barna og Gamals Fólks
Látum ekki Blinda fjármálaspekúlanta leiða okkur í tvísýnu, með grundvallargildi okkar
Eða auglýsingar tortíma börnum okkar
Og köstum ekki gamla fólkinu á haugana, áður en það nær að segja sögu sína
Verjum hagsmuni okkar, við munum sigra, því þetta eru bara Pappírstígrisdýr, sem munu falla einsog spilaborg, þegar við beitum sverði okkar.
Fólk, þið eruð stríðsmenn, en ekki framleiðsluvélar
Rísið upp, í nafni, þess sem skapaði ykkur. Þegar þið hafið staðið á fætur og finnið mátt Neandertalsmannsins, sem lagði mammúta að velli, með spjótum, þá munuð þið eftir á, hlæja að ykkur sjálfum, hvað þið hræddust óvininn(he he)
29.9.2007 | 01:14
Maður sem Maskína
Frá því á 20 öld á dögum fyrri-heimstyrjaldar, þegar tugir þúsundra ungra manna var slátrað í stríði sem enginn skildi, nema lítill hópur manna, sem hagsmuna hafði að gæta, fór að bera á því að þeir sem stjórnuðu samfélaginu, litu á menn sem maskínur.
Nú, 2007, á dögum, frelsis og ótakmarkaðrar þróunar, hefur gildið maður=maskína, fest í sessi.
Allir eru söluvara, frelsið er að geta selt sig, en önnur gildi hafa engann mátt.
En............................................ inntak Biblíunnar eru 7 orð.
Elska skaltu Guð þinn og náunga þinn. Sem sagt elskaðu þann sem skapaði mannkynið og elskaðu mannkynið. Við erum mannkynið(Homo Sapiens) og við erum ekki framleiðsluvélar... og skapari okkar, er sá sem færir okkur stöðugann mátt, alltaf, án skilyrða, sem sagt "Elskar okkur alltaf, óháð hvernig við högum okkur)
en..............................hin hugmyndafræðin, gengur útá það, að þú sem framleiðslutæki, skilir til samfélagsins, hámarksframleiðslu, en ef þú gerir það ekki, þá refsar samfélagið þér, nema þú hafir nóga peninga til að verja þig.
Það sem ég tel að séu grunnstoðir samfélagsins, eru þær sömu og voru fyrir 10 þúsund árum.
Ákveðinn hluti samfélagsins, sér um að skaffa fæðu( karlmenn veiddu dýr, en konur söfnuðu jurtum), en um kvöldið, sátu menn við eldinn, sem fældi hættuleg rándýr frá, börnin voru hamingjusöm, konurnar töluðu, en gutu hornaugum, á flotta stríðsmennina, gamla fólkið naut þess að segja sögur og með því að horfa í eldinn, kveikti það í gömlum minningum og allt fólkið var ein heild(Samfélag)
4 línur sem segja meira en nokkur stjórnmálamaður........
þessar 4 línur, eru saga okkar og framtíð, en ef við fylgjum ekki þessum einföldu leiðbeiningum, þá munum við deyja í fávisku okkar, horfðu bara á blóm í haganum, og spurðu þig þeirrar spurningar, er þetta framleiðsluvél ???????????
nei, hvert einstakt blóm, vex og dafnar, lifir og deyr og það þóknast engum nema skapara sínum, sem er eins og lítið barn og tekur á móti því þegar það deyr..
en................... í þessu framleiðsluþjóðfélagi. Hver vill þig, þegar þú hættir að framleiða???? og þegar þú ert dauður, er þetta þá ekki bara spurning um að endurnýta líffæri þín????, en Sál þín og taktu eftir........hún skipti fjandans engu máli, meðan prestar Þjóðkirkjunnar mala, í takt við framleiðsluvélarnar(he he he he)
28.9.2007 | 16:53
Tveir jarðormar
Yfir gangstétt á miðju hausti
á degi rigningar og roks
skríður nafnlaus ánamaðkur
honum liggur við drukknun
en ég hjálpa honum yfir á grasið
þegar ég lít til framtíðarinnar
sé ég fyrir mér að hann mun
ferðast neðanjarðar í allann vetur
meðan ég veð áfram gegnum flösuna
sem þyrlast úr hári himinsins
Báðir stefnum við í átt til vorsins
En við förum bara tvær aðskildar leiðir
Ljóð | Breytt 7.2.2009 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 01:06
Söngur Fangans
Svartþrösturinn
Sem sest á gluggasylluna
Utan við rimlana
Er eina ábendingin um
Að þú elskir mig
Handleggir þínir
Sem faðma mig í draumi
Gefa mér von um að
Einhverntíma muni ég verða frjáls
Þessir múrar
Sem fangelsisveggirnir eru
Munu senn hrynja
En í brjósti mínu býr ótti
Því ég á ekkert nema þig
Ljóð | Breytt 7.2.2009 kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 01:02
Sólargeislar
Frá sólinni berast geislar
Þeir lýsa upp tunglið á næturhimninum
Og yfir hafflötinn liggur vegur
Alla leið til mín
Áhorfandans á ströndinni
Ég lít til hliðar
Á þig
Og sé að inní þér er víðáttumikið haf
Tunglið speglast í augum þínum
En handan við nóttina hlær sólin
Daginn eftir ferðumst við um stræti borgarinnar
Fáir á leið okkar virðast skynja mátt sólarinnar
Sem æðir milli ljósastauranna
Í vitstola gleði ótakmarkaðrar sköpunar
Andlit þeirra bera með sér fall mannsandans
Trúna á að sköpunin hafi átt sér stað í gær
Ástin sem við berum til hvors annars
Enginn virðist taka eftir henni
Og enginn hermir eftir okkur
Á götuhorni kyssumst við
Og föðmumst líka
En í Reykjavík
Er þetta einsog að rjúfa bannhelgi
Raskar almannareglu
Svipað og að flauta
Tala hátt
Trufla fólk við að gera það
Sem það gerði í gær
En við gerum það samt
Því okkur dettur ekkert betra í hug
Sem hægt er að eyða tímanum í
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 16:40
Varir morgunroðans
Ég treysti ekki kvöldskuggunum
nema hafa þig í örmum mér
Í morgunroðanum
opna ég augun
rís á fætur
og legg af stað að leita þín
undir kvöld
þegar ég leggst til hvílu
safnast skuggarnir saman
bara að ég hefði þig hjá mér
þá gæti ég gleymt myrkrinu
en von mín er sverð mitt
og með því klíf ég rökkurdjúpið
allt til roða morgunsins
bara að þetta séu varir þínar
óska ég mér
varir þínar...og opna augun
Ljóð | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 15:40
Mannvera Sem Fyrirtæki
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)