Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Auður getur líka þýtt tómur

Auður
en ekki sama og tómur
heldur glitrandi fjársjóður


Í hverjum einasta manni eru ógrynni auðæfa fólgin
Lykilinn að þessum fjársjóðshirslum er fólginn í ást þinni
þegar þú berð aðra menn augum
En menn lifa eins og skuggar af skuggum annarra
Því sál þeirra er hlédræg og heldur sig á fjarlægum stöðum
tilveru þeirra skortir reisn og villidýrin forðast þá

Hlæjum því dátt saman að þeim
sem héldu á brott í leit að gulli og grænum skógum
því hræfuglar krunka í eyrum þeirra
og hillingar í eyðimörkinni leiða þá áfram
en hér höldum við áfram saman hópinn í vininni
hér var allt sem við þurftum
í okkur sjálfum


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband