Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Slöngukonan

 


mbl.is Kaldastríðshetjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tertur

Átti tal við 82 ára gamla konu í dag.  Hún hafði verið soldið utanviðsig þennann daginn og þegar ég fór að rabba við hana skynjaði ég að hún var hrædd um að geta dáið hvenær sem er.  Kannski núna eða kannski rétt á eftir, þannig að við töluðum saman þó nokkra stund um mat......spagettí, pítsur, jarðarber og aðalbláber, rjóma, sætsúpur, ávaxtagrauta, skyr, silung, lax, skötusel..........og um tertur.

Tertur já.....Heimurinn væri nú skemmtilegri ef það væru fleiri tertur.

Þar var ég sammála.  Það er alltaf verið að baka meiri og fleiri vandræði en alltaf færri og færri tertur.

Síðar í dag leið mér einsog kerti á afmælistertu sem beið á borði útvið glugga sem sólin skein inn um.

Einhver kom inn og skoðaði mig í gegnum stækkunargler.

Við það tendraðist ljós á kveiknum

og nú brenn ég..................

 


Núðlusúpur

 Af hverju framleiðum við ekki núðlusúpur hérna heima t.d. með hvalkjöti, lunda eða hrossakjötsbitum, svo bara að sulla nóg af MSG útí og þá er komin mjög staðgóð máltíð, sem hressir og kætir.

  Úr einum hval mætti eflaust búa til mjög margar núðlusúpur og auglýsingarnar gætu verið í svipuðum stíl og þessar auglýsingar :

 

 

 


Og hvað svo ?

Allir búnir að fá sín verðlaun.

Og hvað svo ?

Næsta frétt ?


mbl.is Afskrifuðu ekki tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband