Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hvar er og var umræða í Ríkissjónvarpi landsmanna ?

Pólitísk umræða.....hagfræðileg umræða.....þjóðfélagsumræða......umræða um stöðu þjóðkirkjunnar....umræða um EB ?...umræða um gjaldmiðil.......þar sem t.d. 5 aðilar koma saman, hver með sínar skoðanir á tilteknu umræðuefni.

 Mín tilfinning undanfarin ár er sú að í Ríkissjónvarpi landsmanna hafi gilt einnar skoðunar hugmyndafræði undanfarin ár. 

Hugmyndafáfræði hafi verið haldið við og fólkinu í landinu komið niður það stig, að auðvelt væri að reka það áfram einsog hjörð.  Skoðanir fólksins sem vinnur á fréttastofunni, hafa ráðið, því þeir sem þar starfa, velja viðmælandann og skoðanir viðmælandans, virka á þá sem lítið pæla sem eina rétta skoðunin, því þeir treysta fréttamanninum til þess að ræða við þann, sem er fulltrúi yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar og yfirleitt aldrei er talað við einhvern sem er á annarri skoðun.   

"Kæru landsmenn ekki vera að hugsa, látiði bara stóru strákana um þetta...Þeir kunna sitt verk...

Ég vil fá ný andlit í Ríkissjónvarpið sem fyrst.  Lýðræðisleg og frískleg andlit fólks, sem tilbúið er að gefa okkur breiðtjaldsmynd af Íslensku samfélagi, einsog strákurinn í Vestmannaeyjum sagði : "Við gerum nú margt annað en að spranga í Vestmannaeyjum, en fólk virðist líta á okkur eins og við höfum stokkið útúr ferðabæklingi, sem það fékk á bensínstöðinni"


FJÖLGUM OKKUR

Fjölgum okkur í MILLJÓN sem fyrst.

Hugsum okkur að þessi mikla eftirspurn eftir erlendu vinnuafli eigi eftir að haldast á næstu árum, kannski aukast, hjá þjóð sem telur 300 þúsund manns og er bara lítill ættbálkur á eyju í N-Atlantshafi.  Þessi eyja var einangruð svo öldum skipti og þannig tókst fólkinu að viðhalda tungumáli sínu, en einnig vegna takmarkalausrar ástar á hinu skrifaða orði.

En nú er öldin önnur.  Allar dyr hafa opnast og efnahagurinn blómstrar sem aldrei fyrr.  Þetta kallar á aukna eftirspurn eftir vinnuafli, síaukna að ég myndi telja.  Á sama tíma eignast hver íslensk hjón fá börn og gæti þróunin orðið líkt og á Ítalíu og í Þýskalandi, að þjóðinni myndi fyrst og fremst fjölga á næstu 10-20 árum, fyrir tilverknað innflytjenda.

Ég legg því til að pólitískt markmið númer 1 á næstu árum verði, að gerð verði fjölskylduáætlun á vegum stjórnvalda og allt gert til þess að styðja barnafólk.  Hjón yrðu verðlaunuð fyrir að eiga barn númer 3 og 4, já og kannski 5, já og einnig fyrsta barn sitt og annað. Íslenskt þjóðfélag ætti að meta að verðleikum þá Íslendinga, sem eru frjósamir og auka þar með veldi okkar.  Það er ekki nóg að fjölga bara peningunum á Íslandi, við verðum bókstaflega að fjölga okkur sjálf.  Á fyrri helmingi 20. aldar eignuðust íslenskar konur oft yfir 10 börn(en hvaða feministi myndi eignast 10 börn)(he he) 

Í nánustu framtíð eru 2 leiðir til að fjölga Íslendingum

Með innflytjendum sem verða nýbúar(ef ég hefði hatt, tæki ég hann ofan fyrir þeim)

eða með því að eignast sjálfir fleiri börn??????


Karlingar í Borgarstjórn

Á forsíðu fréttablaðsins Sunnudag 7.okt-2007, telja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks að opinbert fyrirtæki á borð við Orkuveituna eigi ekki að standa í gróðastarfsemi á samkeppnismarkaði og þeir vilja að Orkuveitan dragi sig útúr Reykjavík Energy Invest.  Á sínum tíma vildu þessir sömu menn selja Orkuveituna, sem nú er metin á himinháar upphæðir og hefur greitt góðann arð. Á morgun verður rædd tillaga um að(OR) selji hlut sinn í (REI)

Þetta er hugsunarlaus firra.  Ranghugsun. vitnað í hagfræðikenningar eins og það sé verið að vitna í trúarbragðaskruddu.  Ég spyr, á það alltaf við að fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar eigi ekki að standa í gróðastarfsemi á samkeppnismarkaði, er þetta algilt.  Hvað með fyrirtæki, einsog Reykjavík Energy Invest, sem hyggja á útrás, með Bjarna Ármanns í fararbroddi, sem hefur lagt fram eigið fé. Halda þeir að þessi ungi maður sé fífl, er eitthvað flan á þessum manni, skoðið bara hvernig hann greiðir hárið, þetta er minnst 14 vindstiga greiðsla, svipað Ólafi Ragnari forseta, sem á dögunum fékk að sitja við hlið Kínaforseta, því hann var með langbestu hárgreiðsluna.

Eru íbúar Reykjavíkur hræddir við að taka þátt í útrás íslenskra fyrirtækja???  Væri ekki ágætt að græða svolítið og geta í framhaldinu greitt minna í skatta.

Hugsum aðeins útfyrir rammann og þið "KARLINGAR"  í borgarstjórn, hugsið þetta nokkra daga í viðbót, leggist undir feld og veltið fyrir ykkur:  Má fyrirtæki í eigu borgarbúa ekki græða péninga?


Stríð eða Friður

 

Stríð og friður.  Var það ekki Tolstoy sem samdi  bók með þessu nafni og í tveim bindum??

Einsog Hollywoodmynd, en ég hef aldrei lesið hana, svona er bara fyrir rómantíkera.

 

Til grundvallar hugsun minni um stríð og frið í samfélaginu, legg ég til 4 grundvallareiningar:

Konur

Börn

Gamalt fólk

Karlmenn

 

Ef ekkert ógnar þessum grunneiningum samfélagsins, legg ég til frið

Ef eitthvað ógnar þeim, legg ég til stríð.

 

Annað til grundvallar, er að markmið þjóðfélagsins eigi að vera hin sömu og ríktu á dögum Neandertalsmanna.  Homo Sapiens hafði tamið eldinn.  Konur og Karlmenn löggðu til fæðu fyrir hópinn, til hagsbóta fyrir börnin og gamla fólkið.  Eldurinn hélt villidýrunum frá, t.d rándýrum, sem leituðu að vetursetu í hellum.  Konur og karlmenn elskuðu hvort annað.  Gamla fólkið sagði sögur og hló að fíflalátum barnanna.

 

Það sem hefur breyst er að rándýrin, hræðast ekki lengur eldinn, því engin rándýr eru eftir,  nema þau sem teljast til Homo Sapiens.  Meðal kvennanna, barnanna, gamla fólksins og karlmannanna, við eldinn, dveljast rándýr sem eru af sömu tegund og hvernig eigum við að bregðast við þessari nýju hættu ????

Ég legg til Stríð, einsog Bob Marley sagði:  Rise Up, Stand UP.

Það er enginn friður nema við losnum við þessa óværu...

Jesús sagði:  Ég er ekki kominn til að boða frið, heldur sverð.

En hvað er sverð?????

Sverð hins góða stríðsmanns, er vopn sem þú beitir, til að verja samfélagið, karlmenn eru stríðsmenn, svo þetta á við að verja, konur, börn og gamalt fólk.(en í dag eru konur líka stríðsmenn, þær öfluðu líka fæðunnar áður fyrr, en karlmenn montuðu sig meira yfir veiðiferðum(he he)

 

Herútkall!!!!!!!!!!!

Verjum þau gildi sem gerir okkur að Homo Sapiens

Tryggjum velferð Karlmanna, Kvenna, Barna og Gamals Fólks

Látum ekki Blinda fjármálaspekúlanta leiða okkur í tvísýnu, með grundvallargildi okkar

Eða auglýsingar tortíma börnum okkar

Og köstum ekki gamla fólkinu á haugana, áður en það nær að segja sögu sína

Verjum hagsmuni okkar, við munum sigra, því þetta eru bara Pappírstígrisdýr, sem munu falla einsog spilaborg, þegar við beitum sverði okkar.

Fólk, þið eruð stríðsmenn, en ekki framleiðsluvélar

Rísið upp, í nafni, þess sem skapaði ykkur.  Þegar þið hafið staðið á fætur og finnið mátt Neandertalsmannsins, sem lagði mammúta að velli, með spjótum, þá munuð þið eftir á, hlæja að ykkur sjálfum, hvað þið hræddust óvininn(he he)


Maður sem Maskína

Frá því á 20 öld á dögum fyrri-heimstyrjaldar, þegar tugir þúsundra ungra manna var slátrað í stríði sem enginn skildi, nema lítill hópur manna, sem hagsmuna hafði að gæta, fór að bera á því að þeir sem stjórnuðu samfélaginu, litu á menn sem maskínur. 

Nú, 2007, á dögum, frelsis og ótakmarkaðrar þróunar, hefur gildið maður=maskína, fest í sessi.

Allir eru söluvara, frelsið er að geta selt sig, en önnur gildi hafa engann mátt.

 

En............................................ inntak Biblíunnar eru 7 orð.

Elska skaltu Guð þinn og náunga þinn.  Sem sagt elskaðu þann sem skapaði mannkynið og elskaðu mannkynið.  Við erum mannkynið(Homo Sapiens) og við erum ekki framleiðsluvélar... og skapari okkar, er sá sem færir okkur stöðugann mátt, alltaf, án skilyrða, sem sagt "Elskar okkur alltaf, óháð hvernig við högum okkur)

 en..............................hin hugmyndafræðin, gengur útá það, að þú sem framleiðslutæki, skilir til samfélagsins, hámarksframleiðslu, en ef þú gerir það ekki, þá refsar samfélagið þér, nema þú hafir nóga peninga til að verja þig.

Það sem ég tel að séu grunnstoðir samfélagsins, eru þær sömu og voru fyrir 10 þúsund árum.

Ákveðinn hluti samfélagsins, sér um að skaffa fæðu( karlmenn veiddu dýr, en konur söfnuðu jurtum), en um kvöldið, sátu menn við eldinn, sem fældi hættuleg rándýr frá, börnin voru hamingjusöm, konurnar töluðu, en gutu hornaugum, á flotta stríðsmennina, gamla fólkið naut þess að segja sögur og með því að horfa í eldinn, kveikti það í gömlum minningum og allt fólkið var ein heild(Samfélag)

4 línur sem segja meira en nokkur stjórnmálamaður........

þessar 4 línur, eru saga okkar og framtíð, en ef við fylgjum ekki þessum einföldu leiðbeiningum, þá munum við deyja í fávisku okkar, horfðu bara á blóm í haganum, og spurðu þig þeirrar spurningar, er þetta framleiðsluvél ???????????

nei, hvert einstakt blóm, vex og dafnar, lifir og deyr og það þóknast engum nema skapara sínum, sem er eins og lítið barn og tekur á móti því þegar það deyr..

 en................... í þessu framleiðsluþjóðfélagi.  Hver vill þig, þegar þú hættir að framleiða???? og þegar þú ert dauður, er þetta þá ekki bara spurning um að endurnýta líffæri þín????, en Sál þín og taktu eftir........hún skipti fjandans engu máli, meðan prestar Þjóðkirkjunnar mala, í takt við framleiðsluvélarnar(he he he he)

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband