FJÖLGUM OKKUR

Fjölgum okkur í MILLJÓN sem fyrst.

Hugsum okkur að þessi mikla eftirspurn eftir erlendu vinnuafli eigi eftir að haldast á næstu árum, kannski aukast, hjá þjóð sem telur 300 þúsund manns og er bara lítill ættbálkur á eyju í N-Atlantshafi.  Þessi eyja var einangruð svo öldum skipti og þannig tókst fólkinu að viðhalda tungumáli sínu, en einnig vegna takmarkalausrar ástar á hinu skrifaða orði.

En nú er öldin önnur.  Allar dyr hafa opnast og efnahagurinn blómstrar sem aldrei fyrr.  Þetta kallar á aukna eftirspurn eftir vinnuafli, síaukna að ég myndi telja.  Á sama tíma eignast hver íslensk hjón fá börn og gæti þróunin orðið líkt og á Ítalíu og í Þýskalandi, að þjóðinni myndi fyrst og fremst fjölga á næstu 10-20 árum, fyrir tilverknað innflytjenda.

Ég legg því til að pólitískt markmið númer 1 á næstu árum verði, að gerð verði fjölskylduáætlun á vegum stjórnvalda og allt gert til þess að styðja barnafólk.  Hjón yrðu verðlaunuð fyrir að eiga barn númer 3 og 4, já og kannski 5, já og einnig fyrsta barn sitt og annað. Íslenskt þjóðfélag ætti að meta að verðleikum þá Íslendinga, sem eru frjósamir og auka þar með veldi okkar.  Það er ekki nóg að fjölga bara peningunum á Íslandi, við verðum bókstaflega að fjölga okkur sjálf.  Á fyrri helmingi 20. aldar eignuðust íslenskar konur oft yfir 10 börn(en hvaða feministi myndi eignast 10 börn)(he he) 

Í nánustu framtíð eru 2 leiðir til að fjölga Íslendingum

Með innflytjendum sem verða nýbúar(ef ég hefði hatt, tæki ég hann ofan fyrir þeim)

eða með því að eignast sjálfir fleiri börn??????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband