7.10.2007 | 12:55
Karlingar í Borgarstjórn
Á forsíðu fréttablaðsins Sunnudag 7.okt-2007, telja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks að opinbert fyrirtæki á borð við Orkuveituna eigi ekki að standa í gróðastarfsemi á samkeppnismarkaði og þeir vilja að Orkuveitan dragi sig útúr Reykjavík Energy Invest. Á sínum tíma vildu þessir sömu menn selja Orkuveituna, sem nú er metin á himinháar upphæðir og hefur greitt góðann arð. Á morgun verður rædd tillaga um að(OR) selji hlut sinn í (REI)
Þetta er hugsunarlaus firra. Ranghugsun. vitnað í hagfræðikenningar eins og það sé verið að vitna í trúarbragðaskruddu. Ég spyr, á það alltaf við að fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar eigi ekki að standa í gróðastarfsemi á samkeppnismarkaði, er þetta algilt. Hvað með fyrirtæki, einsog Reykjavík Energy Invest, sem hyggja á útrás, með Bjarna Ármanns í fararbroddi, sem hefur lagt fram eigið fé. Halda þeir að þessi ungi maður sé fífl, er eitthvað flan á þessum manni, skoðið bara hvernig hann greiðir hárið, þetta er minnst 14 vindstiga greiðsla, svipað Ólafi Ragnari forseta, sem á dögunum fékk að sitja við hlið Kínaforseta, því hann var með langbestu hárgreiðsluna.
Eru íbúar Reykjavíkur hræddir við að taka þátt í útrás íslenskra fyrirtækja??? Væri ekki ágætt að græða svolítið og geta í framhaldinu greitt minna í skatta.
Hugsum aðeins útfyrir rammann og þið "KARLINGAR" í borgarstjórn, hugsið þetta nokkra daga í viðbót, leggist undir feld og veltið fyrir ykkur: Má fyrirtæki í eigu borgarbúa ekki græða péninga?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.