10.10.2007 | 12:03
"Streit Pride Dagur"
Af hverju ekki að hafa einn frídag á ári, tileinkaðann ást og unaði hins"gagnkynhneigða"( kynhneigðin hefur það gagn að börn fæðast) manns og konu. Ég tek það fram að þeir sem eru ógagnkynhneigðir, gera samfélaginu ekkert ógagn, heldur að kynhneigð þeirra hefur einungis ekki það gagn, að börn fæðist. Við erum og eigum líka að vera stolt af okkar kynhneigð.
Flestir frídagar á Íslandi, eru tengdir kristinni trú og Jesú var hreinn sveinn, að talið er, þegar hann var krossfestur, en sem betur fer tóku menn almennt ekki uppá þeim sið að vera hreinir sveinar, því annars værum við ekki til í dag ! Gífurlegur ótti er bersýnilega í kristinni trú, gagnvart öllu sem tengist frjósemi og svo langt gekk þetta á miðöldum, að þeir útrýmdu heilli stétt vinnandi kvenna, hinum bráðnauðsynlegu ljósmæðrum, því allt sem tengdist fæðingu barna og frjósemi, var svo stórhættulegt, að valdamenn titruðu af skelfingu og aumingjaskap. Lítið er því að græða á kristinni trú í sambandi við frjósemi.
Ég legg því til að frídagurinn verði tileinkaður Frey og Freyju, því þessi nöfn þýða bókstaflega frjór og frjó.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.