2.12.2008 | 17:38
Fyrsti Seðlabanki í Evrópu: Banki Heilags Anda í Róm
Banki Heilags Anda var banki stofnaður af Palla V páfa þann 13. Desember árið 1605. Bankinn var fyrsti Þjóðbankinn (þjóðbankar á fyrri tímum voru í raun Seðlabankar) í Evrópu, einnig fyrsti innlánabanki fyrir almenning í Róm og elsti samfellt starfandi banki í Róm allt þar til að samruna kom árið 1992.
Byggingin sem hýsti bankann var síðar kölluð Bankahöll Heilags Anda og strætið sem hún stóð við var síðar kallað Bankastræti.
Hinn nýstofnaði banki kom á nýjum fjármögnunarleiðum fyrir Höfuðspítala (Archhospital) Heilags Anda sem komið hafði verið á fót 1201, en fjárhagserfiðleikar hans höfðu aukist alla 16. öldina og árið 1607 sá bankinn um fjármálahlið spítalans sem svo aftur átti sjálfann bankann.
Frá 20. Febrúar árið 1606 til 1923 sá bankinn fyrir fjármagni til að reisa kirkjur og spítala í Róm, en árið 1750 endurskipulagði Benedikt páfi 14 (((sem er þekktur fyrir fordæmingu sína á ofurvöxtum Usury og með því að smella á tengilinn að framan er hægt að komast að því meðal annars að á fyrsta Nicaeuþinginu árið 325 var klerkum bannað að taka þátt í að innheimta óhóflega vexti, sem á þeim tíma var miðaður við allt yfir 1% ? og síðar átti þetta einnig við um leikmenn.))) bankann og setti skorður við lánastarfssemi hans.
Árið 1786 var bankinn einn af þeim fyrstu að gefa út pappírspeninga, en svo aftur seinna eða árið 1935 náði Fasistastjórnin á Ítalíu undirtökum í stjórn bankans.
Á þriðja áratugnum uppgvötuðu Napolínskir bankaræningjar fyrir algjöra tilviljun þegar þeir reyndu að grafa sér leið inní neðanjarðarhvelfingar bankans, beinagrindur fórnarlamba kólerufaraldursins frá árinu 1836. Sá staður sem beinagrindurnar fundust á er nú þekktur sem Fontanelle kirkjugarðurinn. Ef einhver hefur áhuga á að skoða hvað Fontanelle þýðir, þá er bara að smella á linkinn.
Loks árið 1992 rann Banki heilags Anda saman við Banco di Roma, en hafði áður sameinast Cassa di Risarmio árið 1989 og nú fékk bankasamsteypan nafnið Banca di Roma, sem síðar rann saman í aðra bankasamsteypu árið 2002 og allt óheilaga klabbið hét svo Capitalia , en þetta var ekki endirinn því árið 2007 í Maí (kannski 1. Maí ?) samþykkti Capitalia yfirtöku Unicredit, sem varð svo annar stærsti banki á Evrópska Efnahagssvæðinu og sá sjötti stærsti í heimi.
Ég held að það sé ekki annað hægt en að setja stórt spurningamerki við "Frelsi Fjármagnsins" en við "Frelsi Heilags Anda" set ég ekkert spurningamerki, því ég tel að hann sé hverjum manni hollur og það frelsi sem hann veitir sé varanlegt enda er hann ókeypis og í boði fyrir alla menn jafnt, án vaxta eða skulda síðar. Kannski er þetta bara munurinn á því að vera "Skepnumaður" eða "Mannskepna" og bara að vera "Maður". Ég held að það sé bara best, eftir "alltsaman"
Myndbrotið er eftir: Emir Kusturica & The No Smoking Orchestra og ber nafnið "Unza Unza Time", sem ég reyndar veit ekkert hvað þýðir, nema að time þýðir tími, en hvað tími þýðir í rauninni hef ég ýmsar hugmyndir en enga endanlega niðurstöðu og kannski er það bara það sem tíminn í rauninni er.
Athugasemdir
Fróðlegt.
Rut Sumarliðadóttir, 2.12.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.