En hver á þá afmæli á degi hinnar rísandi sólar ?

Samdi þennann texta eða ljóð í sumar í ágúst síðastliðnum, skrifaði þá látlaust meira og minna í tvær vikur.

Ég var svona að draga það upp fyrir mér svo það væri mér skýrt, hverjir væru kjarnarnir 3 og sigta frá allt hismið sem var reyndar heilmikið allt í kring. 

Þessi texti spannst reyndar uppúr hugleiðingum um frídag verslunarmanna 1. ágúst (sama dag og sonur minn er fæddur, var á fæðingardeildinni með barnsmóður minni um verslunarmannahelgina á sínum tíma) og að samt væru mjög margar verslanir opnar, en leiddist svo út í þessar 3 kjarnahugmyndir burt séð frá allri verslun og ennþá meiri verslun.  En hvað annað spurði ég ?  Er eitthvað annað. 

Auðvitað er Jésú kallinn Tvíburi og tengdur sólu í hástöðu, Konungur Konunganna.

Annars er þessi frétt ótrúlegt innlegg inní hugarheim dagsins í dag, ekki einu sinni fæðingardagar haldast heldur færast þeir um 180 gráður í Árshringnum.  Gæti þá ekki allt eins verið bara sumar núna, en ekki vetur eins og samkvæmt Árstíðadagatalinu ? Jón Sigurðsson fæddur sama dag og Jésú, ótrúlega spennandi pæling. 

 

Frídagur verslunarinnar

 

Heimsspekinni hefur hnignað

Trúnni hefur hnignað

Í staðinn hafa komið

Stærri verslanir

En það er ekkert þar

Sem nært getur anda minn

 

Mannkynið allt á í

Miklu sálarstríði

Og allir koma með kenningu

Til að selja þér

Syndaaflausn miðalda

Í nýjum umbúðum

 

En það sem þeir vilja

Er að geta stjórnað lífi þínu

Og átt sál þína í skartgripaskríni sínu

Lokaða bakvið gler

Á safni ógæfunnar

 

Þessvegna hef ég leitað

Að kjarna kenninga meistaranna

Jésú  Búdda og Laó-Zse

 

Kjarninn er líkur

Þriggja-laufa-smára

Þar sem þú ert fjórða blaðið

Megi gæfan fylgja þér

 

Fyrsti kjarninn er Sannleikurinn

Hann verður ekki fundinn með því að hafa skoðun

Aðeins séður í sýn

Ekki með skynsemi klofinn í sundur

Heldur með Innsæi og Útsæi þíns Anda

Dreginn upp í mynd

Með því að Sjá og verða var

Þess sem er

 

Annar kjarninn er Kærleikurinn

Stundum kallaður Lífið

Hann verður ekki fundinn með sjálfsvorkunn

Né að ætlast til eins né neins

Heldur með því að tengja sig við það sem lifir

Og trúa því að eitthvað sé í því

Sem aldrei deyr

 

Þriðji kjarninn er Vegurinn

Lögun hans er oft ekki skýr

En ef Kærleikurinn og Sannleikurinn

Eru bæði í góðum gír

Stígur það sem er lifandi sínum fót

Hvert skref áfram veginn til fullkomnunar

Og ekkert er til í heimi hér það grjót

Sem hindrað getur Kærleikans og Sannleikans

Liðuga og fjöruga fót

Þó alla leið liggi sú frægðarför uppímót

 

Margt í þessum texta er samhljóma grein Taoistans sem er nýjasti bloggvinur minn en skömmu eftir að ég hafði verið að skoða þennann texta sem ég skrifaði í Ágúst siðastliðnum, rakst ég inná blogg hans nú í kvöld tengdri þessari frétt og varð hissa á skemmtilegann hátt. 

En hverjar eru 3 helstu konur sem leitt hafa mannkynið, stigið úr sjöunda himni hingað niður til jarðar eða voru þær aldrei færðar til bókar ?  


mbl.is „Jesús fæddist 17. júní“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband