Skrípó

Engin frétt og engin ekki frétt

En nú þarf að koma píanóinu hans Beethovens uppá efstu hæð í blokkinni

og auðvitað sjá Pat og Mat um það en nöfn þeirra útleggjast á Tékknesku "Patt og Skák og Mát".

Flest vandamál þeirra eru reyndar sjálfsköpuð og úrlausnir þeirra skapa enn ný vandamál, en með jákvæðu hugarfari og hugmyndaauðgi, klára þeir samt alltaf málið og enda í þessu myndbroti á því að spila ágætis lag á það sem eftir er af blessuðu píanóinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha ha ha , þetta er alger snilld.  ég hló og hló meðan ég horfði á þetta. . Takk fyrir mig.

Þetta þarf að komast aftur í imbann til að létta landanum lífið. 

Óskar Þorkelsson, 17.12.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta var einu sinni uppáhaldssjónvarpsefnið mitt! Þeir mega líka eiga það að það er leyfilegt að hlæja að klaufaskap þeirra þar sem hann kemur aðeins niður á þeim sjálfum...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.12.2008 kl. 14:50

3 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Tékkneskt barnaefni er örugglega besta barnaefni sem völ er á Óskar, uppgvötaði Patta og Matta aftur síðasta vetur.  Tékknesk sýn á veruleikann er oft hjartnæm og þroskandi og hjarta Evrópu slær eflaust þar, svona létt kátbrosleg en inniheldur þó harmræna dýpt.  Fyrir mér er einnig bókin um Góða Dátann Sveijk, eitt af þeim leiðarljósum sem lýsir minn veg, allavega

Maður sleppti aldrei úr þætti Rakel á sínum tíma með þeim kumpánum, í skammdeginu var þotið inn úr kulda og trekki, leikurinn stöðvaður og horft á þá félaga setja punktinn yfir iið, væntumþykja skein úr svip okkar og maður heillaðist af bjartsýni þeirra og veltist úr sætinu af einskærri lífsgleði, óborganlegir gárungar.....en það er satt hjá þér og ég er algjörlega sammála að þetta kom aðeins niður á þeim sjálfum því þetta voru bara heiðarlegir og einfaldir alþýðumenn einsog við sjálf, en ekki óheiðarlegir og fjölfaldir menn eins og nú er við að fást, en mjög mikilvægt finnst mér fyrir fólk er að stjórna tilfinningalegu ástandi sínu, ekki fyllast af sektarkennd, depurð, söknuði og myrkri.  Það þarf ekki nema eitt kerti til að fylla myrkrið, eina stjörnu til að láta himininn loga af von trú og mætti og í einu brosi býr gæfan og sá kraftur sem sigrar.

Máni Ragnar Svansson, 18.12.2008 kl. 18:16

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir ljósið sem þú gafst mér með þessum orðum þínum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.12.2008 kl. 18:33

5 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Takk fyrir að þiggja það og mín var ánægjan og eflaust ljóssins líka sem er reyndar að eðli til ánægja eða nægjusemi og nægjusemi er það ekki bara að hafa nóg af ánægju og nú kom ég sjálfum mér til að hlægja og þakka bara fyrir mig

Máni Ragnar Svansson, 18.12.2008 kl. 20:37

6 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 19.12.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband