Færsluflokkur: Ljóð
14.12.2008 | 13:29
Ljóð um frelsið og hláturinn sem lengi lifir
Fangi NB-262
Lokið mig inni í
þúsund ár
og þegar þið opnið dyrnar
mun ég koma út brosandi
sagði fangi NB-262
Og eftir þúsund ár
voru dyrnar opnaðar
og hann steig út brosandi
Af hverju brosir þú ? Spurðu þeir
Því hér eruð þið enn og
trúið því ennþá að þið
getið ekki orðið frjálsir
Þegar það í rauninni
er það eina sem þið getið ekki
er að þið getið ekki
"ekki verið frjálsir"
Við þessi orð fór allur hópurinn
að hlæja og þessi skellihlátur
breiddist út til nágrannabyggða
og svo annarra nágrannabyggða
þangað til að allir menn á jörðinni
höfðu fengið snert af þessu hláturkasti
meira að segja andfúll krókódíll
á ánni Níl
upplifði það að hlæja
í fyrsta sinn
og honum varð svo mikið um
að hann ældi uppúr sér önd sem hann
hafði gleypt í hádegismat
Öndin flögraði uppá bakkann
og tók að leika þær listir
að horfa með báðum augum
í einu á nefbrodd sinn
höfðu menn í nágrenninu af þessu
hina mestu skemmtan
Þessi dagur var síðan haldinn
hátíðlegur og kallaður
"Dagur hinna miklu hlátra"
Ljóð | Breytt 7.2.2009 kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2008 | 02:22
Ljóð um Ljósið Kærleikann og Fuglinn Fönix
Af birtu bjartar myndir
Allt sem er aðskilnaður
Eða missir er ekki kærleikur
Kærleikur er algjör eining
Ástarinnar
Birtingarmynd kærleikans
er sverð
Birtingarmynd sverðsins
Er vegurinn
Á veginum birtist sannleikurinn
Það sem ferðast eftir
Veginum er lífið
Birtingarmynd lífsins
Felst í orðinu "sjálf"
Birtingarmynd sjálfsins er hringur
Innan þess hrings er allt
Ljós og skuggi
Allur ávöxtur skilningstrésins
Birtingarmynd hringsins
Er kóbraormur konungsins
Þá náttúru hefur hann að geta
Farið úr ham sínum
Þegar hann hefur gert það
Skríður hann upp skilningstréð
Er hann kemst ekki lengra
Upp tréð er birtingarmynd
Hans fólgin í fuglinum Fönix
Birtingarmynd þessa fugls
Er hinn fyrsti geisli sem
Klauf myrkrið
Þó tré skilningsins sé hoggið
Flýgur sá fugl af þeim stað
Og á annann stað
Til að geta sest
Birtist honum nýtt tré
Þegar hann hreyfir sig í limi
Trjákrónunnar birtist
Kobraormur konungsins
Sá ormur leggur síðan leið sína
Niður tré skilningsins
Þangað til honum birtist
Í öðru auganu faðirinn
Og í hinu auganu móðirin
Af einingu þeirra beggja
Skapast ný miðja
Móðirin kallar það son
En faðirinn dóttur
Þegar þau haldast í hendur
Birtist kærleikurinn
Þegar þau taka fyrsta skrefið
Birtist vegurinn
Þegar þau horfa á hvort
Annað birtist þeim sannleikur
ástarinnar
Ekkert fær veginn til að
Hverfa nema tilveruleysi
Þessa andartaks þeirra
Annaðhvort eru menn því kærleikur
Eða ekki
Annaðhvort eru menn ljós heimsins
Eða þá myrkur þess
Að vera eða ekki að vera eins og
SpíraSjeikur gamli( Shakespeare) sagði
Já það er svarið
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2008 | 22:21
Aþena
Tileinkað ungmennum Aþenuborgar og drengnum sem skotinn var til bana aðeins 15 ára.
Sannir Konungar og Drottningar
sitja ekki í hásætum
heldur halda sig á götunum meðal fólksins
Líkt og leiftur um nótt
lýsa þau upp þann örmjóa stíg
sem liggur upp á fjallið helga
þaðan sem þau koma sjálf
og þar sem þau dvelja
um eilífðir aldanna
Eitt líf meðal manna
er þeim sem eitt andvarp
og síðan eru þau horfin
en spor þeirra eru greipt
í götuna og sýnileg þeim
sem vakna
Megi Gyðjan Aþena færa þeim Visku Kraft og Baráttuvilja
en einnig Sigur því Réttlætið krefst þess að sigra.
Óeirðir í Aþenu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt 7.2.2009 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 20:56
Gleym mér ei
Lífið er bara eitt stórt ástarævintýri
segir meistarinn
Tak því þennann kross og gakk
Sjáið þið ekki að þessi kross
stingst líkt og sverð í jörðina
allt að kjarnanum
í miðju jarðarinnar
sem er hjarta móður minnar
sú sem fæddi mig af sér
Tak þennann kross og gakk
því það er sverð þitt
Með því klýfur þú allt
sem hindrar að ást föðursins
berist til móðurinnar
Því það er hjarta hennar sem
blæðir
Sjáið þið ekki að hún fellir tár
þar sem hún felur sig í kvöldskugganum
Allir eiga ekki nema eina móður
og einn föður og í hjarta
sérhvers manns er fólgin
eining þeirra
Líttu því ekki á þjáninguna
sem eitthvað persónulegt
þér einum viðkomandi
Líttu frekar á þig sem
eitt af tárum móðurinnar
skapað af ástarhug og söknuði
og þögulli bæn um nánd
Fyrr en síðar mun svo þetta tár
falla á enni föðursins
mitt á milli augna hans
Þegar hann vaknar svo upp
og reynir að sjá hvað það er
sem fallið hefur á enni sitt
Sér hann að það er blóm
og hann stynur upp nafn þess
"Gleym mér ei"
Líf þitt er því bara eitt stórt ástarævintýri
Því í sál þinni býr barnslegur
og glaður engill
sem dag hvern eys í skálar ástarinnar
eina skál fyrir móður sína
og eina skál fyrir föður sinn
"Ég er vegurinn" segir faðirinn
"Ég er sannleikurinn" segir móðirin
og er þau tvö klingja saman
skálum sínum í hjarta sonarins
heyrist undurfagur tónn
í þeim undurfagra tón
hefur fuglinn Fönix sig á loft
og af goggi þess fugls
eru mælt fram síðustu orð meistarans
"Ég er lífið"
Síðan tekur sá fugl flugið
frá Hauskúpuhæð(Golgata)
og svo útyfir ruslahauga
Jerúsalemborgar(Gehenna)
Hverfur síðan útyfir fjöllin í fjarska
þangað sem engin orð ná
------------------------------------------
Tileinkað
Föðurmissi, dótturmissi, sonarmissi, móðurmissi, ástkonumissi, ástmannsmissi allra manna
Öllum missi og trúarlegum, pólitískum, landfræðilegum o.s.frv. aðskilnaði allra manna
Milli þess sem elskar og þess sem er elskaður
Megi allt sem veldur þessum missi og aðskilnaði verða klofið sundur af sverði þjáningar okkar allra
Allt frá kjarna plánetu okkar í miðju jarðarinnar sem er hjarta móður okkar
Inní ómælisdjúp hjarta föður okkar í vitund hins óþekkta
Ljóð | Breytt 7.2.2009 kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 15:47
Nýjar slóðir
kaldhæðinn efahyggjumaður
sem fylgir í humátt á eftir hjörðinni
Ég vil trúa á eitthvað
sem er í mér sjálfum
Þó allt sé í myrkri
og allt fólkið blint
þá vil ég opna augun
Þó leiðin liggi uppímót
er ég tilbúinn að
stíga skrefin
Sem alltaf hafa verið þarna
meðan ég svaf
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 15:43
Ljómalind
Dansað við dauðann
Sauðamann svartann
Úr rauðum augum hans
Logafans
Dauðans
Ekki hræddur litli bróðir
Ekki hrædd litla systir
Því hræddur er kauði
Við hjartans hreina sauði
Í augum þínum opnist ljós
Ekki við hann gæla
Rektu frekar útí fjós
Þar Ljómalind mun hann spæla
Yfir hann mun hún æla
Dansað við dauðann
Sauðamann svartann
Bráðum skín sól í heiði
Þá af þér hverfur allur leiði
Bróðir Systir ekki glepjast
af sauðamannsins svarta seiði
Ljóð | Breytt 7.2.2009 kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 15:32
Seiður eilífrar ástar
Ef ég hef engar rætur
Þá hef ég heldur enga fætur
Til að yfir skaflana skunda
Til að reka burtu illa hunda
Nú er nótt og öllu ég gef gætur
Upp í lífsins trénu stóra Ugla úar
Á móti mér
Alltaf á móti mér
Vindurinn púar
Litla stjarna þú sem alltaf mig leiðir
Þú sem í hjarta mínu alltaf mig þúar
Þú og ég erum eitt
Ekkert getur þig burt frá mér seitt
Því ef ég hefði engar rætur
Þá hefði ég heldur enga fætur
Til að yfir skaflana skunda
Til að reka burtu illa hunda
Nú er nótt og öllu ég gef gætur
Uppi í lífsins trénu stóra Ugla úar
Með mér
Alltaf með mér
Mær minnar trúar
Litla stjarna þú sem alltaf leiðir mig
Þú sem í hjarta mínu alltaf mig þúar
Þú og ég erum eitt
Ekkert getur þig burt frá mér seitt
Ljóð | Breytt 7.2.2009 kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 21:20
Auður getur líka þýtt tómur
Auður
en ekki sama og tómur
heldur glitrandi fjársjóður
Í hverjum einasta manni eru ógrynni auðæfa fólgin
Lykilinn að þessum fjársjóðshirslum er fólginn í ást þinni
þegar þú berð aðra menn augum
En menn lifa eins og skuggar af skuggum annarra
Því sál þeirra er hlédræg og heldur sig á fjarlægum stöðum
tilveru þeirra skortir reisn og villidýrin forðast þá
Hlæjum því dátt saman að þeim
sem héldu á brott í leit að gulli og grænum skógum
því hræfuglar krunka í eyrum þeirra
og hillingar í eyðimörkinni leiða þá áfram
en hér höldum við áfram saman hópinn í vininni
hér var allt sem við þurftum
í okkur sjálfum
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 16:53
Tveir jarðormar
Yfir gangstétt á miðju hausti
á degi rigningar og roks
skríður nafnlaus ánamaðkur
honum liggur við drukknun
en ég hjálpa honum yfir á grasið
þegar ég lít til framtíðarinnar
sé ég fyrir mér að hann mun
ferðast neðanjarðar í allann vetur
meðan ég veð áfram gegnum flösuna
sem þyrlast úr hári himinsins
Báðir stefnum við í átt til vorsins
En við förum bara tvær aðskildar leiðir
Ljóð | Breytt 7.2.2009 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2007 | 01:06
Söngur Fangans
Svartþrösturinn
Sem sest á gluggasylluna
Utan við rimlana
Er eina ábendingin um
Að þú elskir mig
Handleggir þínir
Sem faðma mig í draumi
Gefa mér von um að
Einhverntíma muni ég verða frjáls
Þessir múrar
Sem fangelsisveggirnir eru
Munu senn hrynja
En í brjósti mínu býr ótti
Því ég á ekkert nema þig
Ljóð | Breytt 7.2.2009 kl. 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)