Að opna kjaftinn uppá gátt

 Las blogg áðan, þar sem kona sagðist hafa gleypt tönn og þá rifjaðist upp fyrir mér að fyrir mörgum árum var ég illa sofinn og þunnur að gæða mér á hamborgara og opnaði kjaftinn aðeins of mikið, líklega af græðgi og vissi ekki fyr en kjálkarnir festust.   Sem betur fer var vinur minn með mér  og  saman fórum við í leigubíl uppá slysó.  Þegar vinur minn var búinn að innrita mig, því ekki gat ég talað, bara gapað, var ég beðinn að fá mér sæti.  Mér hefur sjaldan liðið jafn skringilega og þann tíma sem ég þurfti að sitja þarna orðlaus, sem var dágóð stund og ég hafði líka búist við að vera leystur úr þessu strax við komuna.  Ég var með undarlegann kjánahroll inní mér, án þess þó að geta hlegið, sem var kannski eins gott, því það hefði örugglega bara gert illt verra, það var einsog maður hefði verið hjá tannlækni og hefði gleymt að loka kjaftinum, þangað til þeir loksins leystu mig úr prísundinni, sem tók svo ekki nema svona 15 sekúndur.  Þannig eru tímarnir, barnið gott, þannig eru tímarnir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband