Aðrar grunngerðir í bankastarfssemi eru til

Muhammad YunusÁ myndinni er stofnandi Grameen banka, Muhammad Yunus, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2006.   Ég tel að það sé langt í land að Íslenskir bankastjórar fái friðarverðlaun Nóbels, kannski óvitaorða, ef til væri, sé verðugri.  Hugmyndina fékk þessi öðlingur 1974, á dögum mikillar hungursneyðar í landi hans og hún byggðist á að lána tekjulágum konum í Bangla Desh, sem er Islamskt ríki, svo þær gætu hafið atvinnurekstur og framfleytt fjölskyldum sínum.  Einfaldlega að styrkja grunnstoðir samfélagsins, sem eru blessaðar konurnar.  Svolítið róttæk aðgerð í karlasamfélagi Austurlanda fjær, en þetta hefur gengið glimrandi vel og á þessu ári hefur bankasamsteypan sótt fram í Bandaríkjunum.  Þeir sem vilja kynna sér þetta frekar, bara slá inn í leit á netinu "Grameen Bank og Muhammad Yunus eða fara á wikipedia.org  Þessi fíni kall virðist svo sannarlega hafa efni á að brosa.

Önnur gerð er svo Islömsk bankastarfssemi, sem getið var um lítillega í dagblöðum á þessu ári.  Hún byggist á því að Islömsk lög(sharia) leyfa ekki greiðslur á vöxtum, þegar lánað er fé.  Til frekari fróðleiks bendi ég á http://en.wikipedia.org/wiki/Islamic_banking.  Kannski getum við lært eitthvað af sonum Allah sem líka hafa verið úthrópaðir hryðjuverkamenn, rétt einsog við Íslendingar og kannski er vandamálið í heiminum bara gamla breska heimsvaldastefnan + bandaríska heimsvaldastefnan sem ríkt hefur frá lokum síðari heimsstyrjaldar, í skjóli eldflaugaskotpalla og ofneyslu.  Er ekki bara kominn tími á eitthvað annað en byssur og samfélagslega óábyrgann bankalýð, lýðskrumara og handónýt alþjóðastjórnmál, að það sé ekki alltaf sá sem hafi stærstar og flestar byssurnar sem ráði öllu, því einsog við sjáum öll færi betur ef það væri sá sem mest vitið hefði í samfloti við kærleiksríkt hjarta og að þetta tvennt fengi frið til að slá í takt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband