Erum við þjóðin í garðinum ?

Fyrir þá sem ekki vita, þá skeði teiknimyndaserían um Jóga Björn í Yellowstone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum.

Um þann þjóðgarð man ég eftir að Ómar Ragnarsson fjallaði um í sjónvarpinu á sínum tíma í tengslum við virkjanaumræðu á Íslandi.

Af hverju gerum við okkur ekki grein fyrir því að Ísland er í rauninni einn stór þjóðgarður og að næstum einu spendýrin í garðinum erum við sjálf.

Jógi Björn er Nýríki gaurinn með "Auðveldu lausnirnar"  Bara græða peninga.  Skítt með annað !  Eftirlit ?  Þurfum ekkert eftirlit.  Markaðurinn finnur þetta út sjálfur ! 

Menn þurfa ekki að hafa hjarta !  Fjármagnið hefur nógu stórt hjarta til að rúma alla og svo fóru allir í rúmið með fjármagninu.  En um morguninn þegar þeir vöknuðu, uppgvötuðu þeir að þetta var bölvuð tík.

Bú Bú litli vinur hans er meginhluti Íslendinga á undanförnum árum.  "Þögli meirihlutinn"

Þjóðgarðsvörðurinn er Ríkisstjórnin og Seðlastjórinn.

Sem nú eru í Björgunarleiðangri" til að bjarga heiðri Íslands.

Forrétturinn !  Hvað var í Forrétt eiginlega ?

Aðalrétturinn !  Bankabrun með Bankahrunssósu ?  Setjum krónuna í flotgalla !

Eftir stendur Réttur okkar sjálfra og Réttlæti sem sigrar alltaf að lokum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband