Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Er ríkisstjórnin samkynhneigð

Tveir stærstu flokkar landsins taka hvor annann í rass

Er Ísland að verða samkynvætt

En af þessari rassaskoruáskorun virðist samt eitthvað vera að fæðast

Allir eru glaðir.  Allir eru ánægðir.  Allir taka hvorn annann í rass

Happy "forever"

Ef við höfum ekki typpi, þá er það bara hjálpartækjabúðin

Auðvelt.  "Life is easy"

Lífið er auðvelt (he he)

 


Kirkjan, Biblían og Hjónabandið

Kirkjan, fer aldrei í kirkju nema við skírnir, brúðkaup og jarðarfarir, stundum finnst mér að kirkjan sé að reyna að kyrkja þjóðina "andlega séð"

Biblían, alltof þung bók, lítið barn getur varla haldið á henni, guðs orð, ef Guð byrjaði einhverntíma að tala, hlýtur hann að vera að segja okkur eitthvað, núna, þeir sem hafa eyru, hlusti og heyri, þeir ykkar sem eruð nógu fljótir að skrifa, skrifið fljótt, því Guð segir allt bara einu sinni, Guð er soddann "poet", en ef þið séuð ekki nógu fljót með pennann, notið þá bara eyrun, Guð er ekki bara í bókum(he he)

Hjónabandið.  Til hvers yfirleitt að vera eyða peningum í að gifta sig, þegar maður skilur 2 árum síðar(he he) sparið eiðana, hrísgrjónin og flottasta brúðarkjólinn, elskið hvort annað og þegar þið hættið saman, hugsið þá um börnin, þessa saklausu litlu álfa sem hafa enga vörn nema ykkur og eru miklu mikilvægari, en þið sjálfselskufullu fíflin ykkar.  Það er sama hvað þið baðið ykkur í hrísgrjónum, börnin eru samt númer 1, 2 ,3. 

Hvað sagði ekki Guð:  Leyfið börnunum að koma til mín, því þeirra er himnaríki, en hvað sagði hann um ykkur???????


Af hverju er líka rigning í dag

Ég vil beina því til blessaðra "veðurguðanna" að fyrst þið eruð að koma með aðalréttinn, rok og rigningu, af hverju er þetta ekki með sósu, ég meina þá þrumum og eldingum, eins og í öðrum löndum

Fyrst þið eruð að koma með svona lélega aðalrétti, væri ekki alltílagi að hafa góða sósu allavega með, svona þrumugóða sósu, "hot and spicy" svona eins og elding hafi lostið þig

Ég man þegar maður var lítill skólakrakki og var alltaf að bíða eftir almennilegri sýningu frá ykkur, allavega þannig að rafmagnið færi og það yrði frí í skólanum.  Ég meina rafmagnið hefur ekki farið af þessari borg í mörg ár.  Er eitthvað að????  Hættið þessari djöfulsins meðalmennsku!

Kæru veðurguðir, er ekki einhver meðal ykkar sem "has got the spirit", sem er annaðhvort í góðu skapi eða vondu skapi, en ekki hálffúlu skapi og hálfgóðu skapi.  Heyrðu nú er tími kominn til að breyta til. he he

Með þessu bloggi er ég að sýna ykkur smá samúð, vonandi sýnið þið okkur samúð líka!

Við elskum ykkur


Af hverju er rigning í dag??

Væri ekki sniðugra t.d. að hafa sól eða er þetta æfingaeyja í að hafa hugarró, sama hvað á dynur ??

Minnir mig á söguna um andlega meistarann "Spinko Betty" sem kom að Mývatni í sumar, gekk niður að vatninu og settist í jógastellingu. 

Eftir ekki svo langa stund, höfðu milljónir blóðþyrstra flugna sem vatnið heitir eftir, umkringt hann og þær voru ekki komnar til að öðlast neina hugarró, heldur steyptu sér yfir hann eins og japanskar sjálfsmorðsflugvélar.

Meistarinn spratt á fætur, gaf "Nirvana" tímabundið upp á bátinn og tók á rás.

En á leiðinni, þar sem hann hljóp, uppgvötaði hann nýja hugleiðsluaðferð, "hugarró á hlaupum" og sagði við fréttablaðið "Mývatnstíðindi" í sumar, að hann væri ævinlega þakklátur "The Mývarg" fyrir að hafa opnað augu sín fyrir nýjum möguleikum.

Svo ég snúi mér aftur að rokinu og rigningunni sem núna er í Reykjavík, að fyrst það er bersýnilegt að veðrið ætlar ekki að gera neitt til að gera þennann dag skemmtilegri, þá verð ég víst bara að sjá um það sjálfur og kannski opnar það einhverjar nýjar leiðir og ég er viss um að það eina sem geti breytt veðrinu, sé að vera bara nógu fjandi "happy"

 


"Streit Pride Dagur"

Af hverju ekki að hafa einn frídag á ári, tileinkaðann ást og unaði hins"gagnkynhneigða"( kynhneigðin hefur það gagn að börn fæðast) manns og konu. Ég tek það fram að þeir sem eru ógagnkynhneigðir, gera samfélaginu ekkert  ógagn, heldur að kynhneigð þeirra hefur einungis ekki það gagn, að börn fæðist.  Við erum og eigum líka að vera stolt af okkar kynhneigð.

Flestir frídagar á Íslandi, eru tengdir kristinni trú og Jesú var hreinn sveinn, að talið er, þegar hann var krossfestur, en sem betur fer tóku menn almennt ekki uppá þeim sið að vera hreinir sveinar, því annars værum við ekki til í dag !    Gífurlegur ótti er bersýnilega í kristinni trú, gagnvart öllu sem tengist frjósemi og svo langt gekk þetta á miðöldum, að þeir útrýmdu heilli stétt vinnandi kvenna, hinum bráðnauðsynlegu ljósmæðrum, því allt sem tengdist fæðingu barna og frjósemi, var svo stórhættulegt, að valdamenn titruðu af skelfingu og aumingjaskap.  Lítið er því að græða á kristinni trú í sambandi við frjósemi.

Ég legg því til að frídagurinn verði tileinkaður Frey og Freyju, því þessi nöfn þýða bókstaflega frjór og frjó.


Ástleitni á almannafæri bönnuð???

Er eitthvað í lögreglusamþykkt Reykjavíkur um ástleitni á almannafæri???  Gæti hún kannski raskað almannareglu???  Hefur fólk ekki lengur tíma, til að sýna væntumþykju sína og ást, er hún bara sýnd heimavið, seint á kvöldin eða um helgar, ef tími vinnst til, þegar búið er að sinna öllum mikilvægu hlutunum.  Ég tek það fram, að ég er ekki að tala um kynlíf á almannafæri, heldur ástleitni.  Ég fór að hugleiða þetta, því minntist ekki að hafa séð óralengi, kærustupar leiðast á götum Reykjavíkur.  Er það hallærislegt að halda í höndina á kærustunni sinni, en ég spyr á móti:  Er það svalt að gera það ekki????

Er enginn ástfanginn í Reykjavík????  Einhver var einhverntíma að telja mér trú um að við hefðum svo mikið miðjarðarhafsblóð í æðunum, værum svo tilfinningaríkir og heitir, líktumst Spánverjum o.s.frv.  Hvernig þá???  Inni í okkur????

Í guðs bænum sýnið ást ykkar!  Eltið hvort annað á götunum, hlæjið, fíflist, glettist, leiðist, látið tilfinningarnar leiða ykkur í gönur, já "Gönuhlaup", kyssist í Bónus, sláið í rassinn á hvert öðru, farið í haustlaufasturtu saman úti, já bara allt!

Bara allt annað en þennann áunna og almennt viðurkennda "kaldrana"

Við erum með skrúfað frá kalda krananum, en hvernig væri að skrúfa frá þeim heita, svo mannlífið á götum bæjarins yrði allavega volgt???


Minnismerki á himnum

Mér finnst dálítið Egó-sentrískt að tengja þetta bara við John Lennon.  Þannig að þegar ég horfði á þessa friðarsúlu, hugsaði ég til fólksins, sem farist hefur í styrjöldum og gerir það enn, einnig til sjómannskvennanna, sem misst hafa eiginmenn sína, hér á Íslandi og allra þeirra sem eiga um sárt að binda, vegna láts einhvers úr fjölskyldu sinni.  Allir þarfnast þeir friðs í hjarta sínu.

Ég varð einnig hugsað til þeirra dýrategunda, sem eru farnar á braut.  Ég tel að það sem aðskilur okkur frá hinum lífverum jarðar okkar, er að við mennirnir teljum okkur eina hafa sál, þó sumir reyndar efist um það og að við erum einu lífverurnar sem teljum dauðann endanlegann enda á lífi sínu.   Þessi afstaða okkar er byggð á mjög svo skaðlegum misskilningi, með því að við teljum dauðann, andstæðu lífsins.

En það er fæðingin sem er andstæða dauðans, en lífið sjálft hefur enga andstæðu. 

Þeir dánu, hvort sem það eru menn eða aðrar lífverur, hafa bara farið í fjarlægt land, í öðrum tíma, þeir koma ekki aftur til okkar, en frekar síðar en fyrr, munum við ferðast til ástvina okkar og þá verður kátt á hjalla, sagðar sögur og skálað með gullnum  bikurum lífs og gleði.  Minnumst því Johns Lennons, en ekki neitt síður hinna, sumra sem látist hafa í baráttu fyrir friði, en líka annarra, svo sem þeirra sem látist hafa við það eitt að færa björg í bú, já og fiðrildisins, sem rétt í þessu, var lamið sundur og saman á gluggarúðunni, af haustvindinum og síðan drekkt af regni sunnan úr höfum.


FJÖLGUM OKKUR

Fjölgum okkur í MILLJÓN sem fyrst.

Hugsum okkur að þessi mikla eftirspurn eftir erlendu vinnuafli eigi eftir að haldast á næstu árum, kannski aukast, hjá þjóð sem telur 300 þúsund manns og er bara lítill ættbálkur á eyju í N-Atlantshafi.  Þessi eyja var einangruð svo öldum skipti og þannig tókst fólkinu að viðhalda tungumáli sínu, en einnig vegna takmarkalausrar ástar á hinu skrifaða orði.

En nú er öldin önnur.  Allar dyr hafa opnast og efnahagurinn blómstrar sem aldrei fyrr.  Þetta kallar á aukna eftirspurn eftir vinnuafli, síaukna að ég myndi telja.  Á sama tíma eignast hver íslensk hjón fá börn og gæti þróunin orðið líkt og á Ítalíu og í Þýskalandi, að þjóðinni myndi fyrst og fremst fjölga á næstu 10-20 árum, fyrir tilverknað innflytjenda.

Ég legg því til að pólitískt markmið númer 1 á næstu árum verði, að gerð verði fjölskylduáætlun á vegum stjórnvalda og allt gert til þess að styðja barnafólk.  Hjón yrðu verðlaunuð fyrir að eiga barn númer 3 og 4, já og kannski 5, já og einnig fyrsta barn sitt og annað. Íslenskt þjóðfélag ætti að meta að verðleikum þá Íslendinga, sem eru frjósamir og auka þar með veldi okkar.  Það er ekki nóg að fjölga bara peningunum á Íslandi, við verðum bókstaflega að fjölga okkur sjálf.  Á fyrri helmingi 20. aldar eignuðust íslenskar konur oft yfir 10 börn(en hvaða feministi myndi eignast 10 börn)(he he) 

Í nánustu framtíð eru 2 leiðir til að fjölga Íslendingum

Með innflytjendum sem verða nýbúar(ef ég hefði hatt, tæki ég hann ofan fyrir þeim)

eða með því að eignast sjálfir fleiri börn??????


Karlingar í Borgarstjórn

Á forsíðu fréttablaðsins Sunnudag 7.okt-2007, telja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks að opinbert fyrirtæki á borð við Orkuveituna eigi ekki að standa í gróðastarfsemi á samkeppnismarkaði og þeir vilja að Orkuveitan dragi sig útúr Reykjavík Energy Invest.  Á sínum tíma vildu þessir sömu menn selja Orkuveituna, sem nú er metin á himinháar upphæðir og hefur greitt góðann arð. Á morgun verður rædd tillaga um að(OR) selji hlut sinn í (REI)

Þetta er hugsunarlaus firra.  Ranghugsun. vitnað í hagfræðikenningar eins og það sé verið að vitna í trúarbragðaskruddu.  Ég spyr, á það alltaf við að fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar eigi ekki að standa í gróðastarfsemi á samkeppnismarkaði, er þetta algilt.  Hvað með fyrirtæki, einsog Reykjavík Energy Invest, sem hyggja á útrás, með Bjarna Ármanns í fararbroddi, sem hefur lagt fram eigið fé. Halda þeir að þessi ungi maður sé fífl, er eitthvað flan á þessum manni, skoðið bara hvernig hann greiðir hárið, þetta er minnst 14 vindstiga greiðsla, svipað Ólafi Ragnari forseta, sem á dögunum fékk að sitja við hlið Kínaforseta, því hann var með langbestu hárgreiðsluna.

Eru íbúar Reykjavíkur hræddir við að taka þátt í útrás íslenskra fyrirtækja???  Væri ekki ágætt að græða svolítið og geta í framhaldinu greitt minna í skatta.

Hugsum aðeins útfyrir rammann og þið "KARLINGAR"  í borgarstjórn, hugsið þetta nokkra daga í viðbót, leggist undir feld og veltið fyrir ykkur:  Má fyrirtæki í eigu borgarbúa ekki græða péninga?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband